Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 8
3. mynd. Alfaraleiðin gamla suður með sjo liggur um 1 km sunnan við Reykjanesbraut. Myndin er tekin miðja vegu milli Ottarsstaðaborgar og Gvendarbrunns og sést vel móta fyrir gamla götuslóðanum sem höfundur stendur í. Ljósm. Rósa Sigurbergsdóttir. og Jónsbúð. Víðsvegar í fjörunni sést votta fyrir fornum uppsátrum. Hægt er að kalla fram myndir löngu horfinna tíma með því að skoða kjalför fiskibáta sem dregnir voru hér upp á klappimar öldum saman. í landi Ottarsstaða sést móta fyrir kirkjugarði og Ieifum af bænahúsi. Bæjarhólar Óttarsstaða, Lónakots, Þorbjarnarstaða, Litla-Lambhaga og fleiri býla geyma eflaust merkar minjar um búsetu manna á þessum slóðum í mörg hundruð ár. Þar má sjá túnskika girta gömlum, fallega hlöðnum grjótgörðum, djúpa, handgrafna brunna, umgirta vönduð- um hraunhleðslum, kvíaból í hraunskúlum og listilega hlaðna fjárborg, þinglýstar fornminjar sem kallast ýmist Kristrúnarborg eða Óttarsstaðaborg (sjá 4. mynd). Suður í almenningum handan Reykjanesbrautareru fimm selstöður á víð og dreif í hrauninu, fjölmargir nátthagar og fjárskútar. Víða má rekast á vatnsból klöppuð í berg og er Gvendarbrunnur þekktast þeirra, en þar þrýtur sjaldan vatn, jafnvel ekki í mestu þurrkum. Fá landsvæði í námunda höfuðborgar- innar bjóða upp á jafnauðugt lífríki, jarð- myndanir eða fornminjar og Hraunin, sem eru einstætt útivistarsvæði í nágrenni þétt- býlis. Leita þarf sunnar á Reykjanesið eða vestur á Snæfellsnes til að finna sambærileg útivistarsvæði. ■ VEGASLÓÐAR OG ALFARALEIÐIR Gömlu vegaslóðarnir, sem mörkuðu fyrr á öldum hreppagötur og alfaraleiðir milli landshluta, eru óðum að hverfa vegna notkunarleysis. Fyrir göngufólk er kjörið að leita þessar götur uppi og fylgja þeim. Hægt er að velja lengri eða skemmri gönguleiðir eftir atvikum. Um Reykjanesið liggja götu- slóðar annarsvegar frá vestri til austurs og hinsvegar frá norðri til suðurs. Samkvæmt málvenju Suðurnesja- og Innnesjamanna var talað um að fara út og inn nesið eða suðureftir og inneftir. Landfræðilega liggja 166
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.