Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 11
Hraunum, voru skrýddir trjágróðri í eina tíð. Þar hefur allt verið kjarri vaxið fram eftir öldum en hrístekja til eldiviðar, ásamt sauðfjárbeit, hefur eytt skóglendinu. Þetta landsvæði mætti varðveita og hlúa frekar að þeim gróðri sem þar vex. Einhvern tíma hefur hann verið grósku- mikill og getur vel orðið það aftur. I landi Hvassahrauns eru t.d. örnefnin Skógar- hóll og Skógarnef, sem gefa til kynna mikinn kjarrgróður fyrrum, og í Undir- hlíðum má finna kennileitið Stóriskóga- hvammur sem vísar til að þar hafi stórviður einhvern tíma vaxið. í Jarðabókinni 1703 má lesa um ástand gróðurs í Gullbringu- og Kjósarsýslu á þeim tíma. Látum þær lýsingar verða okkur til umhugsunar. Þar segir að í Alftanes- hreppi hafi verið 27 konungsjarðir og áttu bændur að skila 48 hríshestum heim til Bessastaða og stundum meira. Flestum var vísað á skóg í Almenningum. Allar jarðirnar og hjáleigur þeirra höfðu rétt til kolagerðar í Almenningum. Um skóg er getið á nokkrum jörðum. Lónakot: „Skógur hefur til forna verið, og er það nú meira rifhrís, það brúkar jörðin til kolgjörðar og eldiviðar, og jafnvel lil að fóðra nautpening um vetur.“ Óttarsstaðir: „Skóg til kolgjörðar og eldiviðar sækir ábúandi í almenning betalingslaust, hver sá eyddur er, sem skamt sýnist að bíða.“ STRAUMUR: „Skóg til kolgjörðar og eldiviðartaks brúkar jörðin í almenningum, líka er stundum hrís gefið naulpeningi." Þorbjarnarstaðir: „Skóg hefir jörðin átt, en nú má það valla kalla nema rifhrís, það hefur hún so bjarglega mikið, að það er bæði brúkað til kolgjörðar og eldiviðar, og so til að fæða pening á í heyskorti. Aldrei ljá það búendur til annara, og eru þetta þau skógarpláts, sem almenningar eru kölluð.“ ■ ÖRNEFNI Meðan byggð hélst í Hraunum var landið lifandi í hugum fólksins. Hver þúfa, gjóta, hraunnibba, leiti og hæðardrag hafði sitt heiti. Helstu örnefnin halda velli meðan einhver búseta er við lýði og svæðið vekur áhuga fólks sem sækir það heim. Ennfremur má viðhalda örnefnum með skráningu þeirra og gerð örnefnakorta. Sem betur fer geymir Örnefnastofnun nafnaskrár, sem gerðar voru með aðstoð gamalla íbúa í Hraunum fyrir mörgum árum. Eftir því sem staðkunn- ugum fækkar missa skrárnar gildi sitt og þess vegna er mikilvægt að útbúa gagna- grunn og nterkja örnefnin inn á kort meðan enn er hægt að heimfæra þau á rétta staði. Áhugahópurinn hefur lagt mikla vinnu í gerð korts af svæðinu, sem stuðlar vonandi að því að örnefnin glatist ekki heldur verði hluti af landslagi Hraunanna um ókomna tíð. ■ GAMLI OG NÝI TÍMINN VINNA SAMAN Eðlilegt er að spurt sé til hvers verið sé að eyða orku og tíma í að berjast fyrir verndun og friðun landsvæðis í nágrenni stórrar verksmiðju sem hljóti að hafa eyðileggjandi áhrif á umhverfi sitt. Norðaustan við Straumsvík hefur ál- bræðslan staðið í þrjá áratugi eða því sem næst og mun væntanlega standa þar um ófyrirsjáanlega framtíð. Þeirri staðreynd verður ekki breytt, en þrátt fyrir tilvist álversins, eða öllu heldur vegna tilvistar þess, er nauðsynlegt að varðveita það sem eftir er af óspilltri náttúru við Straumsvík. Það er vel hægt að nýta svæðið til útivistar þótt álverksmiðjan sé norðaustan víkur- innar, og kjörið að nýta nábýlið við verk- smiðjuna til að skerpa línurnar. Skólar geta nýtt þessa andstæðu við kennslu, því auð- velt er að skynja söguna og líf forfeðranna í beinni snertingu við gamla tímann. Þegar jafnaugljóst tækifæri gefst til að bera saman gamla tímann og nútíðina í návígi við stór- iðju samtímans skapastóteljandi möguleikar til frjórra umræðna og skapandi tjáskipta. 169
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.