Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 21
Grunnvatnið I Straumsvík FREYSTEINN SIGURÐSSON Gríðarmikil fjöruvötn falla til Straums- víkur, vestan við álverið og norðan við Keflavíkurveginn. Mikið ber á fjöru- vötnum þessum á lágfiri því sjávarföll eru mikil þarna innst í Faxaflóa, eða allt að 4-5 m munur flóðs og fjöru. Hraun eru við víkurbotninn, með rásum og röstum, og eru fjöruvötnin í stœrstu rásunum ár að vexti, upp í nokkra m3/s á stórstraumsútfalli. Svo lek eru hraunin að fjöruvötnin falla sum sem gerðarlegir lœkir í polla bak við hraunkamba og hraunrastir, en útrennsli sést ekki úrpoll- unum því vatnið rennur skemmstu leið í gegnum hriplek hraunin. Af þessum vatnagangi hefur staðurinn fengið nafn- ið Straumur og víkin Straumsvík. unnan við þjóðveginn standa nokkrar tjarnir uppi í hraununum og gætir sjávarfalla í þeim, svo _________ verulegan mun sér flóðs og fjöru. Syðst í tjörnum þessum er Gvendarbrunnur úti í tjörn, hlaðinn í hring úr grjóti, og göngugarður út að honum því brunnurinn fer á kaf þegar sjávarfallaflóð eru mikil. Þarna í Straumsvík er líklega næstmesta útrennsli á Freysteinn Sigurðsson (f. 1941) lauk Diplomprófi í jarðfræði frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi árið 1974. Fresyteinn hefur starfað hjá Orkustofnun æ síðan, einkum við grunnvatnsrannsóknir, neyslu- vatnsrannsóknir og jarðfræðikortagerð. Hann hefur verið formaður Hins íslenska náttúrufræði- félags frá 1990. Náttúrufræðingurinn 67 (3-4), bls. 179-188, 1998. einum stað úr grunnvatni til sjávar á landinu, á eftir Lóni í Kelduhverfi. Þetta mikla útrennsli er afleiðing af jarð- fræðilegum og vatnafræðilegum aðstæðum, eins og lög gera ráð fyrir. Menn kunna nokk- ur deili á þeim aðstæðum því þónokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á grunnvatns- fari á aðrennslissvæði Straumsvíkur og að- liggjandi svæðum. Um almenna jarðfræði vísast til annarrar greinar í þessu hefti (Haukur Jóhannesson & Sigmundur Einars- son). Grunnvatnsfar á og umhverfis stæði ál versins var rannsakað árið 1966 í tengslum við jarðfræðikönnun þess (Haukur Tómas- son og Jens Tómasson 1966). Allvíðtæk könnun var gerð á grunnvatni á vatnasviði Straumsvíkur 1975 (Freysteinn Sigurðsson 1976), og var það raunar einhver fyrsta meiriháttar könnun af slíkum toga sem gerð var hérlendis og þar sem beitt var jarðfræði, jarðeðlisfræði, vatnafræði og efnafræði í samþættri rannsókn. Niðurstöður hennar eru enn uppistaðan í þekkingu okkar á grunnvatnsfari svæðisins. Svæðið vestan Straumsvíkur, aðrennslissvæði Vatnsleysu- víkur, var á sínum tíma kannað nokkuð vegna fiskeldisáforma (Orkustofnun og Vatnaskil 1986). Grunnvatnslíkan hefur verið gert af höfuðborgarsvæðinu (Verk- fræðistofan Vatnaskil 1991), en nú er í undir- búningi að endurskoða það og bæta í ljósi bættra aðferða og aukinnar þekkingar. Vatnafarskort í mælikvarða 1:25.000 hafa verið gerð af stórum hluta vatnasviðsins á 179
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.