Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 10
5. mynd. Gamlar gönguleiðir frá Hraunum.
göturnar eftir endilöngum Reykjanesskaga í
austur-vestur. Þær voru ýmist fjölfarnar
alfaraleiðir, fáfarnar strandleiðir, innan-
sveitartraðirmilli bæja eða fjárgötur. Suður-
norðurleiðirnar liggja þvert yfir nesið. I
Hafnartjarðarlandi liggja allar leiðir til
Krýsuvíkur og Grindavíkur, að Selvogsgötu
undanskilinni en það er þjóðleiðin frá
Hafnarfírði í Selvog. Frá Ástjörn að Hamra-
nesi lá gata sem greindist þar í Stórhöfðastfg
og Hrauntungustíg, sem lá skammt vestan
við núverandi Krýsuvíkurveg. Frá Straums-
vík voru tvær aðalleiðir suður yfir hraunin,
Straumselsstígur og Rauðamelsstígur.
Straumselsstígur lá frá bænum Straumi um
túnfót Þorbjarnarstaða, framhjá Gvendar-
brunnshæð, um Selhraun að Straumseli, sem
er rúma 3 km fyrir sunnan Reykjanesbraut,
þaðan í Gjásel og síðan áfram yfir Sveifíu-
hálsinn eftir Ketilstíg og á Seltún í Krýsuvík.
Rauðamelsstígur, sem einnig kallast Skógar-
gata, lá frá Rauðamel vestan Þorbjarnar-
staða yf'ir Flárnar í Ottarsstaðasel og þaðan
áfram yfir Mosa og Eldborgarhraun og
kallast þá Mosastígur um Höskuldarvelli að
Trölladyngju áleiðis til Krýsuvíkur annars-
vegar og Grindavíkur hinsvegar. Flestallir
stígarnir eru ógreinilegir í landi og vand-
rataðir og eigi þeir ekki að týnast verður að
halda þeim við, merkja þá og gera sýnilega í
landslaginu. Utivistarsvæði af þessu tagi er
ekki hægt að skapa. Það mótast í aldanna rás
og þvíþarf að viðhaldaef ekki á illa að fara.
Nágrannaþjóðir okkar verja nú miklum fjár-
munum í að endurskapa gömul náttúru-
verndarsvæði þar sem sýnt hefur verið fram
á mikilvægi ósnortinnar náttúru í nágrenni
þéttbýlis. Hraunasvæðið býður upp á þá
fjölbreytni sem prýðir gott útivistarsvæði.
Það er okkar að viðurkenna gildi svæðisins,
varðveita einkenni þess og viðhalda þeim.
■ almenningar
Almenningar, sunnan við bæina og selin í
168