Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 114
LANDSIG OG
STRANDROF
Ströndin á Suðvesturlandi er almennt að
síga, en þó er á því viss óregla. Þetta er
hægfara og lítið landsig, sem tengist annars
vegar landrekshreyfingum og hins vegar
eldvirkni svæðisins. Þessir tveir þættir
vinna þannig: Höggunarhreyfingar land-
reksins valda því að stöku sinnum hrökkva
til berggrunnsblokkir sem eru afmarkaðar af
sprungum. Þær síga eða lyftast eftir atvikum
og getur þá munað miklu, mörgum metrum, á
hæðarstöðu þeirra fyrir og eftir. Skrið jarð-
skorpuflekanna burt frá landreksásnum
stefnir þeim út á meira dýpi, í átt að kólnandi
umhverfi, og hvort tveggja veldur örlitlu
landsigi, millimetrabrotum á ári. Megin-
þáttur landsigsins er hins vegar jafnan
talinn vera tengdur eldvirkninni. Þvf háttar
þannig til að þegar bergkvikan berst upp á
yfirborðið og hleðst þar upp sem hraun eða
móbergsfjöll veldur hún auknu fargi á skorpu-
flekann. Uppbygging jarðlagastaflans hefur
þannig tilhneigingu til að pressa flekana niður,
þar eð þeir eru stinnir og á floti á seigfljótandi
undirlagi. Nánar má lesa um orsakir þessar í
áðurtilvitnaðri grein (Páll Imsland 1992). Þessi
síðasti þáttur gæti á Straumsvíkursvæðinu
numið 1-3 mm á ári aðjafnaði, eða um 2 cm á 10
árum, 20 cm á öld o.s.frv.
Af þessu sést að ekki er líklegt að landsig á
Straumsvíkursvæðinu valdi miklum vanda-
málum. Hinu má samt ekki gleyma aðlandsigið
hefur afleiðingar sem í samspili við sigið sjálft
gætu aukið á áhrifin. Þessar afleiðingar eru
aukin áhrif strandrofs. Þar sem ströndin sígur á
sjórinn smám saman greiðari leið inn á landið
og hefur meiri möguleika á að valda rofí og
öðrum usla á strandsvæðinu. Engin töluleg
gögn liggja fyrir um afköst strandrofs á
svæðinu. Hin hljóða vá á ströndinni er
greinilega til staðar á Straumsvíkursvæðinu,
en í óþekktum mæli.
HEIMILDIR
Guðrún Larsen 1996. Gjóskutímatal og gjósku-
lög frá tíma norræns landnáms á Islandi. í:
Guðrún Ása Grímsdóttir (ritstj.), Um land-
nám á Islandi. Vísindafélag Islendinga, Ráð-
stefnurit 5. 81-106.
Klein, F.W., Páll Einarsson & Wyss, M. 1973.
Microearthquakes on the Mid-Atlantic Plate
Boundary on the Reykjanes Peninsula in Ice-
land. Journal of Geophysical Research 78, 23.
5084-5099.
Kristján Eldjárn 1957. Kapelluhraun og Kapellu-
lág. Árbók Hins íslenska fomleifafélags 1955-
1956. 5-34.
Kristján Sæmundsson & Sigmundur Einarsson
1980. Jarðfræðikort af íslandi, blað 3, Suð-
vesturland (1:250.000). 2. útgáfa. Náttúru-
fræðistofnun Islands & Landmælingar Islands,
Reykjavík.
Magnús Á. Sigurgeirsson 1995. Yngra-Stampa-
gosið á Reykjanesi. Náttúrufræðingurinn 64.
211-230.
Páll Halldórsson 1992. Um jarðskjálftasvæði
Suðurlands. Árbók VFÍ 1991/92, 4. 226-239.
Páll Imsland 1985. Ur þróunarsögu jarðskorp-
unnar við sunnanverðan Faxaflóa, sprungu-
myndunarsaga. Náttúrufræðingurinn 54. 63-
76.
Páll Imsland 1992. Strandflóð við Suðvestur-
land. Um tíðni þeirra og hugsanlegar orsakir.
Árbók VFÍ 1991/92, 4. 276-302.
Páll Imsland & Þorleifur Einarsson 1991. Sjávar-
flóð á Eyrarbakka og Stokkseyri. Um tíðni
þeirra og orsakir og rannsóknir á strandjarð-
fræði hérlendis. Raunvísindastofnun Háskól-
ans RH-01-91.71 bls.
Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson &
Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1991. Krísu-
víkureldar II. Kapelluhraun og gátan um aldur
Hellnahrauns. Jökull 41.61-78.
Storm, Gustav 1888 (bjó til útgáfu). Islandske
Annaler indtil 1578. Norsk historisk kilde-
skriftfond, Gröndahl & Spns Bogtrykkeri,
Christiania. 667 bls.
Trausti Jónsson 1980. Ofviðri og ofvirða-
rannsóknir. Utvarpserindi frá haustinu 1980
prentað í Ægi 74, 7, 1981.363-371.
Trausti Jónsson 1981. Hitt og þelta um ofviðri.
Veðrið 21,2 (1978 árg.). 64-70.
SUMMARY
Natural hazards
IN THE StRAUMSVÍKAREA
No thorough study of the natural processes that
could threaten the aluminium plant at
272