Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 118
rann hefur sennilega verið mýri þar sem
Ástjörn er nú og afrennsli til sjávar verið
vestan við Hvaleyrarholt. í dag er ekkert
yfirborðsrennsli úr tjörninni en áður en
framkvæmdir við íþróttasvæði Hauka hófust
árið 1990 féll stundum læna úr tjörninni milli
hraunsins og Hvaleyrarholts, en náði þó
jafnan skammt (Freysteinn Sigurðsson
1976).
Hvaleyrarholt og Ásfjall eru að mestu úr
grágrýti sem er yngra en 0,7 milljón ára og
undir Ástjörn er einnig að finna grágrýti frá
sama tíma. Hraunið sem stíflar Ástjörn er
hluti af Hellnahrauni, sem er dæmigert
helluhraun, með ávölum sprungnum hraun-
kollum, að mestu gróðurlaust nema í gjótum
og bollum og sjást þess engin merki að það
hafi nokkurn tíma verið gróið að marki.
Hellnahraun er í raun tvö hraun sem hafa
verið nefnd Yngra- og Eldra-Hellnahraun.
Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og
nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra-
Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og
Yngra-Hellnahraun komið frá eldstöðvum í
eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur
runnið svipaða leið til sjávar. Yngra-
Hellnahraun hefur einnig verið nefnt
Tvíbollahraun, en það hefur að öllum
líkindum runnið í sömu goshrinu og
Breiðdalshraunið á síðari hluta 10. aldar og
komið úr Tvíbollum í Grindaskörðum
(SigmundurEinarssono.fi. 1991).
Út frá þessu má ætla að Ástjörn hafi orðið
til fyrir u.þ.b. 2000 árum, er Eldra-Hellna-
hraun rann, en kringum árið 950, þegar
Yngra-Hellnahraun myndaðist, rann hraun-
tota fyrir norðvesturenda tjarnarinnar og
tjörnin fékk á sig núverandi mynd.
■ VATNASVIÐ ÁSTJARNAR
Aðrennsli grunnvatns til Ástjarnar er
aðallega úr kvosinni sunnan og suðvestan
Ásbæjarins. Vatnasvið tjarnarinnar er lítið
og gegnumrennsli hægfara og því er tjörnin
mjög viðkvæm fyrir mengandi efnum (Árni
Einarsson 1983). Árið 1975 var gerð
frumkönnun á vatnafræði Straumsvíkur-
svæðisins (Freysteinn Sigurðsson 1976).
Þar segir að nokkrir smálækir falli til
Ástjarnar og mun oftast vera eitthvert vatn í
fáeinum þeirra. í athugun frá árinu 1993 segir
að eina yfirborðsvatnið sem renni til
Ástjarnar komi úr mýrinni neðan við Ás
(Ólafur K. Nielsen 1993). Þetta bendir til
þess að yfirborðsrennsli í Ástjörn geti verið
breytilegt en ráði samt litlu um vatnsborð
tjarnarinnar. Hið fjölbreytilega lífríki
tjarnarinnar bendir einnig til þess að vatns-
borð hennar sé nokkuð stöðugt, því í tjörn-
um og vötnum með breytilegu vatnsborði er
líf yfirleitt fáskrúðugra (Helgi Hallgrímsson
1979). Ástjörn er afrennslislaus á yfirborði,
nema hvað læna mun stundum hafa fallið
milli hraunsins og Hvaleyrarholts eins og
fyrr er getið. Rannsóknir á neðanjarðar-
rennsli á svæðinu benda til þess að vatn
renni úr Ástjörn til sjávar undir hrauninu
vestan við Hvaleyrarholt.
■ VISTKERFI TJARNAR OG
LÍF í TJÖRNUM
I bók sinni Veröldin í vatninu fjallar Helgi
Hallgrímsson um vistkerfi tjarna og líf í
tjörnum og er eftirfarandi útdráttur úr
bókinni endursagður hér til glöggvunar fyrir
lesendur.
Vatnið í tjörn er tiltölulega einangraður
heimur og er lífið í hverri tjörn meira eða
minna sjálfstæð heild sem er sjálfri sér nóg
um hvað eina sem þarf til framfærslu
lífveranna. Slík heild nefnist vistkerfi. Vist-
kerfi byggist á því að næringarefnin eru á
stöðugri hringrás frá einni lífveru til
annarrar. Þannig lifa t.d. vatnafiskar á smá-
kröbbum, lirfum og ormum sem aftur lifa á
smærri dýrum eða jurtum, t.d. þörungum.
Jurtirnar lifa á ólífrænum efnasamböndum
og lofti sem leyst er í vatninu. Ólífrænu
efnasamböndin myndast við rotnun dauðra
jurta eða dýra sem sveppir og gerlar valda
og nærast jafnframt á en þannig tengist
næringarhringurinn saman. Lífið í vatninu er
þannig lokuð keðja og ef einhver af
hlekkjum keðjunnar bilar er öllu vistkerfinu
hættabúin (Helgi Hallgrímsson 1979).
I stöðuvötnum sem eru meira en 1-2 m á
276