Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 118

Náttúrufræðingurinn - 1998, Qupperneq 118
rann hefur sennilega verið mýri þar sem Ástjörn er nú og afrennsli til sjávar verið vestan við Hvaleyrarholt. í dag er ekkert yfirborðsrennsli úr tjörninni en áður en framkvæmdir við íþróttasvæði Hauka hófust árið 1990 féll stundum læna úr tjörninni milli hraunsins og Hvaleyrarholts, en náði þó jafnan skammt (Freysteinn Sigurðsson 1976). Hvaleyrarholt og Ásfjall eru að mestu úr grágrýti sem er yngra en 0,7 milljón ára og undir Ástjörn er einnig að finna grágrýti frá sama tíma. Hraunið sem stíflar Ástjörn er hluti af Hellnahrauni, sem er dæmigert helluhraun, með ávölum sprungnum hraun- kollum, að mestu gróðurlaust nema í gjótum og bollum og sjást þess engin merki að það hafi nokkurn tíma verið gróið að marki. Hellnahraun er í raun tvö hraun sem hafa verið nefnd Yngra- og Eldra-Hellnahraun. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra- Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra-Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Yngra- Hellnahraun hefur einnig verið nefnt Tvíbollahraun, en það hefur að öllum líkindum runnið í sömu goshrinu og Breiðdalshraunið á síðari hluta 10. aldar og komið úr Tvíbollum í Grindaskörðum (SigmundurEinarssono.fi. 1991). Út frá þessu má ætla að Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum, er Eldra-Hellna- hraun rann, en kringum árið 950, þegar Yngra-Hellnahraun myndaðist, rann hraun- tota fyrir norðvesturenda tjarnarinnar og tjörnin fékk á sig núverandi mynd. ■ VATNASVIÐ ÁSTJARNAR Aðrennsli grunnvatns til Ástjarnar er aðallega úr kvosinni sunnan og suðvestan Ásbæjarins. Vatnasvið tjarnarinnar er lítið og gegnumrennsli hægfara og því er tjörnin mjög viðkvæm fyrir mengandi efnum (Árni Einarsson 1983). Árið 1975 var gerð frumkönnun á vatnafræði Straumsvíkur- svæðisins (Freysteinn Sigurðsson 1976). Þar segir að nokkrir smálækir falli til Ástjarnar og mun oftast vera eitthvert vatn í fáeinum þeirra. í athugun frá árinu 1993 segir að eina yfirborðsvatnið sem renni til Ástjarnar komi úr mýrinni neðan við Ás (Ólafur K. Nielsen 1993). Þetta bendir til þess að yfirborðsrennsli í Ástjörn geti verið breytilegt en ráði samt litlu um vatnsborð tjarnarinnar. Hið fjölbreytilega lífríki tjarnarinnar bendir einnig til þess að vatns- borð hennar sé nokkuð stöðugt, því í tjörn- um og vötnum með breytilegu vatnsborði er líf yfirleitt fáskrúðugra (Helgi Hallgrímsson 1979). Ástjörn er afrennslislaus á yfirborði, nema hvað læna mun stundum hafa fallið milli hraunsins og Hvaleyrarholts eins og fyrr er getið. Rannsóknir á neðanjarðar- rennsli á svæðinu benda til þess að vatn renni úr Ástjörn til sjávar undir hrauninu vestan við Hvaleyrarholt. ■ VISTKERFI TJARNAR OG LÍF í TJÖRNUM I bók sinni Veröldin í vatninu fjallar Helgi Hallgrímsson um vistkerfi tjarna og líf í tjörnum og er eftirfarandi útdráttur úr bókinni endursagður hér til glöggvunar fyrir lesendur. Vatnið í tjörn er tiltölulega einangraður heimur og er lífið í hverri tjörn meira eða minna sjálfstæð heild sem er sjálfri sér nóg um hvað eina sem þarf til framfærslu lífveranna. Slík heild nefnist vistkerfi. Vist- kerfi byggist á því að næringarefnin eru á stöðugri hringrás frá einni lífveru til annarrar. Þannig lifa t.d. vatnafiskar á smá- kröbbum, lirfum og ormum sem aftur lifa á smærri dýrum eða jurtum, t.d. þörungum. Jurtirnar lifa á ólífrænum efnasamböndum og lofti sem leyst er í vatninu. Ólífrænu efnasamböndin myndast við rotnun dauðra jurta eða dýra sem sveppir og gerlar valda og nærast jafnframt á en þannig tengist næringarhringurinn saman. Lífið í vatninu er þannig lokuð keðja og ef einhver af hlekkjum keðjunnar bilar er öllu vistkerfinu hættabúin (Helgi Hallgrímsson 1979). I stöðuvötnum sem eru meira en 1-2 m á 276
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.