Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 92
30
Dældir Bungur
11. mynd. Samanburður á fjölda tegunda í
dældum og á bungum í 300 m og 2 km fjarlœgð
frá álverinu. - Comparison ofnumber ofspecies
in sheltered and exposed habitat at 300 m and
2 km distance.
um og nokkrum fleiri er því vel lýst hversu
mikill munur er á gróðri á aðlægri hlið trjá-
bola og kletta og þeirri hlið sem snýr frá ál-
verunum. Hjá Murray (1981) kemur l'ram að
gróðurskemmdir eru meiri á hæðum en í
dældum, þar sem skjól er. Kemur þetta vel
heim og saman við niðurstöður frá Straumsvík.
UMFJÖLLUN
Rétt er að vekja athygli á því að þeim rann-
sóknum sem hér er greint frá var aldrei full-
lokið vegna anna við önnur verkefni. 1 fyrsta
lagi var þetta lagt út sem snið þótt aðeins
tækist að ljúka mælingum á endastöðvum
þess, og því eru þær nýttar í þessari greinar-
gerð. í öðru lagi voru mælireitirnir, átta á
hvorum enda með samtals 800 oddum, færri
en æskilegt hefði verið. Vegna þess hversu
Iítið úrtakið er má gera ráð fyrir að munur
sem kemur fram á þeim tegundum sem
minnsta þekju hafa sé ekki marktækur. Engu
að sfður tel ég brýnt að þessar niðurstöður
komi hér fram, enda eru þetta einu rann-
sóknimar sem gerðar hafa verið hérlendis við
þessar aðstæður.
Niðurstöðurnar sýna, eins og raunar
mátti gera ráð fyrir, að mosar og fléttur
urðu fyrir verulegum áföllum í grennd við
álverið á fyrstu 20 árum starfrækslu þess.
Einnig er eftirtektarvert að allar lyng-
tegundirnar hverfa nema krækilyng. Það
heldur ekki aðeins velli heldur nemur land
og fyllir að töluverðum hluta upp í eyðurn-
ar sem myndast við hnignun grámosans á
hraunbungum og hnignun annarra lyng-
tegunda í dældum.
Gróðurbreytingarnar virðast einkum
fólgnar í því að tegundum fækkar verulega
(11. mynd). Margar tegundir hverfa en fáar
verða yfirsterkari og leggja undir sig
landið. Einnig koma inn landnemar í
flögum sem myndast þar sem mosinn hefur
brunnið. í dældum minnkar heildarfjöldi
tegunda úr 28 niður í 20 og aðeins finnst
vottur af mörgum þeirra 20 sem eftir eru. A
bungum fækkar tegundum úr 24 niður í 7.1
2 km fjarlægð eru 12 tegundir með yfir 1 %
þekju, en í 300 m fjarlægð eru þær aðeins 3,
enda þekur krækilyngið eitt 70%. A hraun-
bungum eru í 2 km fjarlægð 11 tegundir með
yfir 1 % þekju, en í 300 m fjarlægð eru þær
aðeins 2. Aberandi er hve fækkun tegunda
er margfalt meiri á bungum en í dældum þar
sem fremur er skjól fyrir loftstraumum frá
álverinu.
Eftirtekt vekur hversu krækilyng virðist
standa sig vel við þessar aðstæður. Þó
virðist það verða fyrir töluverðum skemmd-
um, sem koma fram í því að á eldri kræki-
lyngsplöntum eru dauðir kvistir nokkuð
áberandi (6. mynd). Yfirburðir þess virðast
fremur stafa af mikilli viðkomu. Landnám
þess virðist óheft og mikið er af ung-
plöntum, sem virðast dafna vel og sýna
engin merki skaða. Þegar plönturnar eldast
koma skemmdirnar síðan í ljós. Oft er mikið
af berjum á þessu lyngi. Einnig er eftirtektar-
vert að í Kapelluhrauni, sem eyðilagt var
ineð gjallnámi, nemur krækilyng óðfluga
land í gjallsárum alveg upp að Reykjanes-
brautinni meðfram álverinu. Þar er mikill
fjöldi af ungum krækilyngsplöntum.
Fróðlegt verður að fylgjast með því í fram-
250