Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 57
JÖRUNDUR SVAVARSSON
Lífríki á
KLAPPARBOTNI
NEÐANSJÁVAR
VIÐ ÁLVERIÐ í
Meðcil úrgangsafurða frá álverum
eru úr sér gengin rafskaut. Bak-
skautin eru kerin sem álið er brætt í.
Kerum er fargað í flœðigryfjur á
sjávarströnd, eftir að þau hafa verið
brotin niður og þvegin. Kerbrotin
hafa að geyma fjölmörg efnasam-
bönd, en lítið er vitað um hvaða efna-
sambönd berast frá kerbrotunum og í
hversu miklum mæli. í kerbrotunum
er m.a. talsvert af síaníði og síaníð-
samböndum.
Tilgangur með þeim rannsóknunr
sem hér er greint frá var að kanna
útbreiðslu tegunda, samfélags-
....... gerð og tegundafjölbreytileika
lífrflds á klapparbotni neðansjávar í nágrenni
við kerbrotagryfju, í því skyni að meta
hugsanleg áhrif hennar á lífríki sjávar. Ker-
brotum frá álverinu í Straumsvík hefur m.a.
verið fargað í kerbrotagryfju innarlega í
Straumsvík. Þar hafði kerbrotum verið
fargað u.þ.b. frá árinu 1984, en sýnataka
vegna þeirra rannsókna sem hér er greint frá
fór fram árið 1989.
Jörundur Svavarsson (f. 1952) lauk B.S.-prófi í
líffræði frá Háskóla fslands 1977 og 4. árs verk-
efni í sjávarlíffræði frá sama skóla 1980, M.Sc.-
prófi í dýrafræði frá Háskólanum í Gautaborg
1984 og doktorsprófi frá sama skóla 1987. Hann
varð dósent í sjávarlíffræði við Háskóla Islands
1987 og hefur verið prófessor frá 1992.
■ aðferðir við
RANNSÓKNIR
Lífríki á klapparbotni neðan fjöru var kannað
vorið 1989 (Jörundur Svavarsson 1990,
Agnar Ingólfsson og Jörundur Svavarsson
1995). Rannsóknir voru gerðar á sex sniðum.
Eitt sniðið var utan á kerbrotagryfjunni, sem
er rétt innan við hafnargarð í námunda við
skrifstofur IS AL. Fjögur snið voru afmörkuð
til vesturs og norðvesturs í átt frá kerbrota-
gryfjunni, og voru þau í um 100 m, um 200 m,
um 300 m og um 400 m fjarlægð frá kerbrota-
gryfjunni. Sjötta sniðið var tekið við ytri
hluta hafnargarðs Straumsvíkurhafnar og
því austanmegin í víkinni.
Beitt var tveirn ólíkunt aðferðum við að
kanna lífríkið á botninum. í fyrsta lagi voru
nteð hjálp kafara teknar ljósmyndir af botn-
inum og þeim lífverum sem þar sátu. A
hverju sniði voru teknar Ijósmyndir á
þriggja, sex og níu metra dýpi, en nothæfar
ljósmyndir fengust ekki á fjórum stöðvum.
Myndavélin var látin sitja á ramma, þannig
að linsa vélarinnar var 37 sm ofan botnsins
(1. mynd). Myndir voru að jafnaði teknar af
þrem 50x50 sm reitum á hverri stöð. Ljós-
myndun lífrflds á botni var þá nokkurt
nýmæli við umhverfisathuganir hérlendis
(Jörundur Svavarsson 1991), en hafði áður
verið notuð við rannsóknir á lífrfld klappar-
botns við Surtsey með góðum árangri
(Sigurður Jónsson o.fl. 1987). Á rannsókna-
stofu var ljósmyndunum varpað á stóran
Straumsvík
Náttúrufræðingurinn 67 (3-4), bls. 215-221, 1998.
215