Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 93
tíðinni hvort bættur hreinsibúnaður leiði til
þess að horfinn gróður nemi aftur land í
hraunununt næst álverinu. Þess eru ekki
farin að sjást merki enn, þótt fimm sumur séu
liðin síðan hreinsibúnaður varð fullvirkur,
árið 1992. Telja verður líklegt að það muni
taka mjög langan tíma fyrir mosa og fléttur
að nema þar land aftur. Óvíst er hvort til
þess kemur við núverandi aðstæður. Þótt
veruleg ból hafi verið ráðin á útstreymi
flúors frá álverinu fer enn verulegt magn frá
því út í andrúmsloftið. Burtséð frá því gæti
útstreymi brennisteinsdíoxíðs nægt til að
hindra landnám þessa gróðurs, enda eru
fléttur mjög viðkvæmar fyrir SO, í lofti, ekki
síður en flúor. En rétt er að láta framtíðina
skera úr um þetta.
ÁLYKTANIR SEM NÝTA
MÁ VIÐ FRAMHALDS-
RANNSÓKNIR
Sú reynsla sem fengist hefur undanfarna
áratugi við gróðurathuganir og mælingar
við álverið í Straumsvík er afar dýrmæt nú
þegar fyrirhugað er að reisa fleiri álver á
fslandi í næstu framtíð. Þessi reynsla var
ekki fyrir hendi hérlendis þegar álverið í
Straumsvík var reist. Því komu þær mælingar
sem í upphafi voru gerðar til að fylgjast með
gróðurbreytingum í nágrenni þess að mjög
takmörkuðum notum sem samanburður við
síðari breytingar sem gróðurinn varð fyrir.
Helstu atriði sem taka þarf tillit til eru þessi:
1. Skemmdir koma helst fram þar sem
undirlag gróðursins rís upp fyrir umhverfið,
t.d. á klettum, dröngum, hæðunt eða á trjám,
en síður á flatlendi.
2. Skemmdir koma helst frarn á þeirri hlið
kletta, hæða eða trjáa sem veit að uppruna-
stað loftmengunarinnar og er áveðurs fyrir
vinda þaðan.
3. Skemmdir koma mest fram í stefnu
ríkjandi vindáttarfrá verinu.
4. Skemmdir koma helst fram á mosum og
fléttum, þ.e. gróðri sent tekur vatn og nær-
ingarefni úr loftinu en ekki jarðveginum og
safnar upp mengunarefnum ár frá ári, en ekki
á suntargrænu grasi og blómjurtum sem fella
lauf og stöngla árlega.
5. Einstakar tegundir mosa, fléttna og
blómplantna svara áhrifum loftmengunar á
mjög mismunandi vegu. Það er því tilgangs-
lítið að taka til samanburðar mælingar á
„grasi“, „mosum“ eða „fléttum“ ef ekki er
fullljóst að um sambærilegar tegundir sé að
ræða.
Mikilvægt er að taka tillit til þátta 1-3
þegar valin er staðsetning fastra athugunar-
reita til að fylgjast með gróðuráhrifum til
framtíðar. Einnig er nauðsynlegt að beina
sérstakri athygli að mælingum á þeim
gróðursamfélögunt þar sem mosar og fléttur
eru veruleg uppistaða í gróðri. Að öðrum
kosti mælast ekki þær breytingar sem
raunverulega verða á gróðrinum. Þar sem
álver eru umlukin grasi vöxnu flatlendi og
grænum ökrum er síst að vænta sýnilegra
skemmda á gróðri.
ÞAKKIR
Ég vil þakka Einari Guðmundssyni hjá ISAL
fyrir greinargóðar upplýsingar um hreinsi-
búnað og útblástur frá álverinu í Straums-
vík.
HEIMILDIR
Anon. 1971. Skýrsla flúormarkanefndar sumarið
1971. Rannsóknaráð ríkisins. 80 bls.
Baddeley, M.S., Ferry, B.W. & Finegan E.J. 1971.
Sulphur Dioxide and Respiration in Lichens. í:
Ferry, B.W., Baddeley, M.S. & Hawksworth,
D.L. (ritstj.), Air Pollution and Lichens. The
Alhlone Press of the University of London. Bls.
299-313.
Bjöm Lárus Örvar 1987. Útbreiðsla flélla og
tegundafjölbreytni í nábýli við álverið í
Straumsvík. Rilgerð við Líffræðiskor Háskóla
Islands.
Gilbert, O.L. 1971. The effect of airbome fluorides
on lichens. Lichenologist 5.26-32.
Gilbert, O.L. 1973. The Effect of Airborne Fluo-
rides. í: Ferry, B.W., Baddeley, M.S. &
Hawksworth, D.L. (ritstj.), Air Pollution and
Lichens. The Athlone Press of the University of
London. Bls. 176-191.
Gilbert, O.L. 1975. Effects of air pollution on land-
251