Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 32
Bleikja sem elur allan sinn aldur í fersk- vatni er misjöfn í útliti og háttum. Hún getur nýtt sér ólíkar vistir vatna og verður þá oft breytileg í útliti. í sumum vötnum finnst aðeins eitt bleikjuafbrigði, en í vötnum sem eru fjölbreytileg að gerð má finna ólíkar útlitsgerðir bleikju og eru allt að fjögur bleikjuafbrigði þekkt úr sama vatninu. I því sambandi er Þingvallavatn eitt kunnasta dæmið, en þar finnst kuðungableikja, murta, sflableikja og dvergbleikja (Bjami Sæmunds- son 1926, Hilmar Malmquist 1985, Hilmar Malmquist o.fl. 1992, Sigurður Snorrason o.fl. 1994, Skúli Skúlason og Smith 1995). Dvergbleikjan er smæst þessara bleikju- gerða, eins og nafnið ber með sér. Smæð dvergbleikjunnar, dökkt litarhaftið og aðrir eiginleikar endurspegla búsvæðin sem mót- að hafa þróun þessa afbrigðis. Einkennisbú- svæði dvergbleikju hér á landi er hraunbotn lindasvæða, þar sem hún dvelur í misfellum hraunsins. Auk Þingvallavatns hefur dverg- bleikja fundist hér á landi í gjám við Mývatn (Guðni Guðbergsson 1994), í Bröndupolli í Aðaldal (Tumi Tómasson 1987) og í Eldvatni í Meðallandi (Magnús Jóhannsson 1992), auk þess sem rannsóknir okkar sýndu fram á tilvist hennar í Straumsvík á Reykjanesi. Upphaf þeirra rannsókna sem hér um ræðir má rekja til þess að dvergbleikja veiddist í Straumsvík við laxveiðar á fjöru- sævi. Sá fundur varð til þess að ráðist var í frekari rannsóknir til að kanna líffræði dverg- bleikjunnar, sem þarna mátti finna á mörkum ferskvatns og sjávar. Úrvinnsla og fram- setning gagnanna miðar að því að sýna hvernig samfélag dvergbleikjunnar á þessu svæði er samsett. Sú athugun grundvallað- ist á gögnum yfir stærð, aldur og kyn fisk- anna, sem síðan eru skoðuð í ljósi þess breytileika sem fyrirfínnst í kynþroska þeirra og fæðu. STAÐHÆTTIR Rannsóknirnar fóru fram á fjörusvæðum í Straumsvík og í tjörnum á svæðinu (1. mynd). Landslag Straumsvíkureinkennist af hrauni og eru yngstu hraunlögin frá 12. öld (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1998, í þessu riti). I Straumsvík eru miklar uppsprettur lindavatns, en um og yfír 5 m3 lindavatns streyma þar fram á hverri sekúndu (Freysteinn Sigurðsson 1998, í þessu riti). Lindirnar í Straumsvík og sér- stakt samspil lindavatns og sjávar gefa svæðinu sérstöðu. Frekari upplýsingar um umhverfi Straumsvíkur er að finna í greinum sem birtast í þessu riti og er vísað til þeirra, ekki sístvarðandi lífríkið (Agnarlngólfsson 1998, íþessu riti). AÐFERÐIR Sýnataka í Straumsvík voru veiddar 125 bleikjur síðla í september 1991 og 1995, bæði á fjörusvæði sjávar og í tjörnum. Árið 1991 voru veiddar 69 bleikjur á austanverðu fjörusvæðinu f Straumsvík, þar af fengust 5 bleikjur sem aukaafli við ádráttarveiðar á laxi. Árið 1995 voru veiddar 56 bleikjur á vestanverðu fjörusvæðinu í Straumsvík og í tveimur tjörnum, við Gerði og í Brunntjörn. Bleikjan var veidd með rafmagni og voru veiðar á fjörusvæðum sjávar framkvæmdar á háfjöru, þar eð lágt seltustig er forsenda þess að hægt sé að nota rafveiðitæki. Samhliða veiðum var hitastig, leiðni og sýrustig vatnsins mælt. Orvinnsla Sýlingarlengd og þyngd bleikjanna var mæld með annarsvegar 1 mm nákvæmni og hinsvegarO,l gnákvæmni. Kyn fiskanna var ákvarðað og kynþroski samkvæmt Dahl (1943), auk þess sem hrogna- eða svilja- sekkir voru vegnir hjá kynþroska fiski árið 1991. Til að afla frekari vitneskju um hrygn- ingarástand bleikjanna voru hrogn talin hjá 4 bleikjum árið 1991 og þvermál 18-48% hrogna úr hrognasekkjum þeirra mælt. Kvarnir voru teknar úr öllum bleikjunum og aldur þeirra greindur út frá vaxtarmynstri. Bleikja sem er á fyrsta vaxtarsumri eftir klak nefnist vorgömul (0+), bleikja sem er á öðru vaxtarsumri eins árs (1+) o.s.frv. Magn fæðu í maga var metið sjónrænt sem 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.