Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 45
2. mynd. Myndin er tekin við Arnarklett. Hrúðurin stingur kollinum uppúr sjónum áfjöru
og þangið breiðir úr sér. Ljósm. Rósa Sigurbergsdóttir.
Snemma á öldum var mönnum ljóst að
sjávarföllin stæðu á einhvern hátt í sam-
bandi við gang tungls og afstöðu þess til
jarðar. Löngu seinna setti Isaac Newton
(1687) fram svonefnda jafnvægiskenningu
sína, þar sem sjávarföllin eru skýrð með
samspili aðdráttarkrafta og miðsóknarkrafta.
Kenning Newtons lýsir vel taktinum í hinum
ýmsu þáttum sjávarfalla, svo sem daglegum,
hálfsmánaðarlegum, mánaðarlegum og
öðrum lengri sveiflum sem verða vegna
breytinga á afstöðu himintungla. Þætti sólar
í sjávarföllum á jörðinni er einnig vel lýst í
jafnvægiskenningunni. Kenningin skýrirþó
ekki sjávarföllin að fullu eins og þau birtast á
höfunum. Lóðréttu kraftarnir fá í þeim efnum
í raun litlu áorkað. Hreyfikraftakenning
Laplace (1775) bætti um betur. Þar er lögð
áhersla á hina afleiddu, láréttu flóðkrafta,
bylgjuhreyfingar og tregðu. Síðari tíma
endurbætur á þessum kenningum tóku mið
af snúningi jarðar, þ.e. svigkraftinum, lögun
hafsvæða og dýpi, bæði á úthöfunum og
inni á flóum og víkum. Þar sem hinar „þving-
uðu“ bylgjur sjávarfalla með sinn fast-
ákveðna lotutíma blandast „frjálsum" eigin-
sveiflum með sveiflutíma sem mótast m.a. af
lögun og dýpi viðkomandi hafsvæða, geta
sjávarföllin tekið á sig margvíslega mynd og
ýmist magnast eða eyðst.
I greinarkorni sem þessu er ekki unnt að
skýra þessar kenningar ítarlega, en þó skulu
hér nefndar jafnflæðilínur, en það eru línur
sem sýna þá staði sem hafa flóð og fjöru á
sama tíma, og jafnstöðupunktar, sem eru
staðir þar sem jafnflæðilínur mætast í einum
punkti. I jafnstöðupunktum gætir því ekki
flóðs og fjöru en láréttir fallastraumar eru þar
aftur stríðir.
Sjávarfallabylgjur í úthafinu virðast oft
vera framskreiðar bylgjur en vegna land-
fræðilegra staðhátta og svigkrafts jarðar
sveigir byIgjan af leið og endurvarpast jafn-
vel svo úr verður staðbylgja. Við strendur
og inni á fjörðum verða þá fallaskipti og
straumur minnstur (liggjandi) samhliða flóði
og fjöru, sem eru eiginleikar staðbylgju. Úti
á rúmsjó, í meira eða minna framskreiðri
bylgju, verður straumur aftur mestur nálægt
flóði og ljöru. Oftast er þó sein fyrr segir um
203