Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 46
að ræða safn bylgna, svo myndin verður
flóknari en hér er lýst. Þannig verður mesti
og minnsti straumur á N-Atlantshafi um IV2
stundu eftir fallaskipti við land og er svo
einnig a.m.k. í hafinu við Island að vestan-
verðu.
SJÁVARFÖLL í N-ATLANTS-
HAFI OG VIÐ I'SLAND
í Atlantshafi berst flóðbylgjan úr suðri frá
hafsvæðinu umhverfis Suðurskautslandið.
Hraði hennar er fall af þyngdarkrafti og dýpi.
Er norðar dregur í Atlantshafi myndast
nokkur sjávarfallakerfi, hvert með sínum
jafnstöðupunkti, m.a. eitt sunnan Græn-
lands og annað milli Islands og Færeyja, auk
margra minni kerfa, l.d. í hafinu norðan
Islands og í Norðursjó. Jafnstöðupunktur
milli Suður-Noregs og Jótlands (Kattegat)
hefur þannig t.d. þau áhrif að sjávar-
fallabylgjur berast Iftt utan úr hafi inn á
Eystrasalt. Þar gætir aðeins staðbundinna
áhrifa og ber því lítið á sjávarföllum.
Við Island kemur sjávarfallabylgjan sunn-
an úr hafi, löng og djúp, og rís þá og berst
með suðurströndinni og áfram sólarsinnis í
kringum landið. Flóð og fjara verða á tveim-
ur gagnstæðum stöðum við ströndina á
sama tíma. Hæðarmunur flóðs og fjöru er
breytilegur eftir landshlutum. Mestur er
hann um 4 m á stórstreymi við suður- og
vesturströndina þar sem ílóðbylgjan
sunnan úr hafí kemur upp að landinu.
Minnstur er hæðarmismunurinn við Norður-
og Austurland, eða 1-2 metrar, m.a. vegna
nálægðar jafnstöðupunkta fyrir norðan land
og milli Islands og Færeyja. Þar sem
sjávarfallabylgjan hreyfist réttsælis í
kringum landið fer aðfallsstraumurinn í
sömu átt, eða með landið á hægri hönd, en
útfallsstraumurinn í öfuga átt umhverfis
landið, eða með Iandið á vinstri hönd. Þessir
sjávarfallastraumar styrkja þá eða veikja
hinn eiginlega hafstraum við landið, sem í
mjög stórum dráttum má segja að fari
réttsælis umhverfis það.
VERNDUN STRANDAR
Faxaflói og Breiðafjörður, með iðandi fjöl-
breytileika strandarinnar, skera sig úr hvað
sjávarföll við ísland varðar, ásamt nokkrum
öðrum stöðum, t.d. út af Stokkseyri. Þessum
óvenjulegu aðstæðum á Breiðafirði valda,
auk hæðar sjávarfallanna, grunnsævi, fjöldi
skerja og eyja, firðir og víkur, þar sent
sjávarföllin láta til sín taka í stríðum straumi í
lifandi sem dauðri náttúrunni.
Sjávarföllum á Breiðalirði er reyndar vel
lýst í brag frá því snemma á 18. öld. Er það
Straumaskrá, um samfarir tungls og sjávar-
falla, eftir Olaf Gunnlaugsson í Svefneyjum,
föður Eggerts Olafssonar*. Af dæmum sem
hér fylgja er augljóst að mikil reynsla og
athyglisgáfa árabátasjómannsins býr að
baki, jafnframt því sem ætla má að Ólafur hafi
kynnst einhverjum ritum erlendra fræði-
manna. í fyrri vísunni sem hér er birt lýsir
hann kvartilaskiptum og stórstraumi en
kvartilaskiptum og smástraumi íþeirri síðari:
Fullu tungli og förnu er nú fylgisamur
ævinlega stærsti straumur
styrkur hans er þá ónaumur.
Ef hálfvaxið er nú tungl, hann er þá
smæstur,
að hálfskertu eins óhastur,
er hann við þá reglu fastur.
Hvað varðar Faxaflóa er greinarhöfundum
efst í liuga hraunrennsli í sjó fram og sá fjöl-
breytileiki sem við það skapast í átökum við
iðandi sjávarborðið, 1' lífrfki jafnt sem jarðríki,
á útfiri jafnt sem sjávarflóði á land upp.
Nátengt sjávarföllunum er ferskvatns-
flæðið til sjávar á útfallinu, eða vatnsleysur
undan gljúpu hrauninu sem Straumsvík
dregur þá nafn sitt af. í Straumsvík og tjörn-
um þar í kring gætir taktfastra sveiflna
sjávarfalla, en víðar á umræddum slóðum
leynast bæði náttúrulegir og grafnir brunnar
í gjótum og túnum, og í þeim gætir flóðs og
fjöru. Vitund hraunbænda um sjávarföllin
204
*Lúðvík Kristjánsson 1983. Islenskir sjávar-
hættir, 3. bindi. Menningarsjóður, Reykjavík.