Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 90
Beitilyng
Krækilyng
Sortulyng
Bláberjalyng
Blávingull
Hraungambri
Tildurmosi
Visnað lauf
Bugðupuntur
Ógróið flag
Brunninn mosi
0 10 20 30 40 50 60 70 80
9. mynd. Gróður-
breytingar í dœld-
um, tegundir með
yfir 2% þekju. At-
hyglisvert er að
allar lyngtegundir
hverfa nema kræki-
lyngið, sem eykur
þekju sínaferfalt. -
Comparison of the
vegetation in shel-
tered depressions,
species exceeding
2% cover. Note
that all dwarf
shrubs disappear
except the crow-
berry, which in-
creases its cover
four times.
Niðurstöður mælinga úr dældum eru
sýndar á 9. og 10. mynd. Tegundafjölbreytni
er miklu meiri í dældunum en á bungunum,
og til þess að gera tegundum með mikla
þekju og litla þekju jafngóð skil eru niður-
stöðurnar sýndar á tveim súluritum með
mismunandi mælikvarða. Aðaltegundirnar
koma fram á 9. rnynd. Á grænu súlunum sést
að lyngtegundir eru ríkjandi í 2 km fjarlægð í
dældunum (sjá einnig 1. mynd), beitilyng
með rúmlega 30% þekju og næst kemur
krækilyng, sortulyng og bláberjalyng.
Minni þekju hafa svo blávingull, hraun-
gambri og tildurmosi (Hylocomium splend-
ens) og síðan bugðupuntur (Deschampsia
flexuosa). Á 10. mynd koma svo vallhæra
(Luzula multiflora), blóðberg, túnfífill (Tar-
axacum), gulmaðra (Galium verum),
brjóstagras, gullmura (Potentilla crantzii)
og mosamir melagambri (Racomitrium
ericoides) og engjaskrauti (Rhytidiadelphus
squarrosus), allar með minnaen 2% þekju.
í 300 m fjarlægð frá álverinu (brúnar súlur)
hefur dældagróðurinn breyst á þann veg að
krækilyng er eitt eftir af lyngtegundunum og
hefur aukið þekju sína upp í 70% (6. mynd).
Beitilyng, sortulyng og bláberjalyng eru
gjörsamlega horfin. Sama er að segja um
hraungambra, engjaskrauta, tildurmosa,
túnfífil og bugðupunt. Aðrar tegundir hafa
margar haldið velli, sumar aukið þekju sína
en aðrar minnkað hana, en oftast er þar ekki
um marktækan mun að ræða. Einnig koma
fram plöntur eins og flagmæra (Baeomyces
rufus) og haddmosi (Polytrichum), sem
báðar eru landnemar í brunnum mosa-
flögum, axhæra (Luzula spicata) og gras-
víðir, sem ekki mældust í 2 km fjarlægð, allar
með innan við 1% þekju.
SAMANBURÐUR VIÐ
ERLENDAR RANNSÓKNIR
Eins og áður var getið hefur mest af fyrri
rannsóknum á áhrifum loftmengunar á gróð-
ur beinst að skóglendum og fléttum á trjám
en lítið að sambærilegum hraungróðri og hér
er fjallað um. Þó eru þekktar niðurstöður frá
Noregi þar sem kemur fram að beitilyng
víkur úr lyngheiði fyrir krækilyngi og skrið-
víði (Salix repens) (Gilbert 1975). Þar voru
einnig miklar skemmdir á fléttum og mosum,
bæði á klettum og trjám. Gilbert (1971) skýrir
frá áhrifum á klapparsamfélög þar sem fram
kemur að fléttugróður nánast hverfur af
klettum í nálægð álvers í grennd við Fort
William í Skotlandi. I báðum þessum grein-
248