Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 106
vindstig eða meira. Þá fer hlutunr að verða
hætt við foki og fólk á í erfiðleikum með að
ráða sér úti við. Trausti Jónsson (1980 og
1981) hefur fjallað um ofviðri hér á landi.
Hann skilgreinir ofviðri þannig að á
fjórðungi veðurathugunarstöðva í landinu
mælist 9 vindstig eða meira eða að á 10%
stöðvanna mælist 10 vindstig eða meira.
Mælist 10 vindstig eða meira á 45%
stöðvanna kallast veðrið aftakaveður.
Áhrif af ofviðrum eru gífurlega margvísleg
og því ógerlegt að tíunda þau öll. Það sem
einkum getur orðið fyrir skakkaföllum í
ofviðrum, ef við reynum að einfalda yfirlitið,
eru fyrst og fremst lausir hlutir, sem
vindurinn tekur og feykir, eða hlutir og
byggingar sem lausir hlutir fjúka á og
skemma. Sjaldgæfara er að heilar byggingar
og aðrir fastir hlutir eða þungir fjúki, nema
elli og viðhaldsleysi sé farið að setja mark
sitt á þá. Þó er plötufok algengt hér á landi.
Einkum eru það þakplötur sem vindur nær
sér undir og losar og feykir síðan. Af slíku
foki er tvöfaldur skaði algengur, þ.e.a.s.
affoksskaðinn og síðan einnig áfoksskaði
annars staðar. Þessu á yfirleitt að vera
auðvelt að sjá við og gera ráðstafanir í tæka
tíð ef eftirlit er haft með ástandi bygginga.
Þar sem sjór gengur á land í óveðrum geta
skakkaföllin magnast verulega. Einnig geta
fylgt svona veðrum ýmis fyrirbæri sem
valda skaða. Má þar t.d. nefna seltu af
sjávardrifi, sem getur haft mikil áhrif á
flutningsgetu raflína í lofti, og ísingu, sem á
það til að sliga slíkar lagnir.
Hér á landi eru illviðri af þessu tagi svo
algeng og geta komið svo skyndilega að
engan veginn er ráðlegt að skilja eftir létta,
lausa hluti óvarða utandyra, að minnsta
kosti að vetri til. Samkvæmt samantekt
Trausta Jónssonar (1981) voru ofviðri á
Islandi rúmlega 9 á ári að meðaltali á 68 ára
tímabili, 1912-1980. Á sama tímabili voru
aftakaveður um eitt og hálft á ári að jafnaði.
Þessi veður eru langalgengust í NA-, S- og
SV-áttum. Ekki liggur fyrir könnun á
dreifingu þeirra eða áhrifum þeirra um
landið, að öðru leyti en því að hvert veður
nær gjarnan yfir stórt landsvæði, eins og
fjöldi veðurathugunarstöðvanna í skil-
greiningu þeirra gefur til kynna. Þau eru því
alls ekki staðbundin fyrirbæri að jafnaði.
Eins segja vindáttirnar sem veðrinu fylgja
nokkuð um líkur á dreifingu áhrifanna, einkum
varðandi sjávaráhrifin, flóð, landbrot og
skaða í höfnum og á hal'narmannvirkjum.
Veðuráhrif eru þó mjög gjarnan staðbundin,
þar sem landslag stjórnar vindi á hverjum
stað að verulegu leyti, og við slíkar að-
stæður geta þung áhrif hitt fyrir ýmis svæði,
jafnt við ströndu sem að fjallabaki. Ekki
liggur l'yrir skýrsla eða samantekt um áhrif
ofviðra á Straumsvíkursvæðinu sjálfu, en
sterkar S- og SV-áttir eru þar tíðar, einkum að
vetrarlagi. Nátengd ofviðrum eru svonefnd
strandflóð, sem fjallað er um hér á eftir.
1. mynd. Kortskissa af Suðvesturlandi sem sýtiir helstu þætti náttúruhamfara á svœðinu og
hvernig þeitn er fyrirkomið í jörð og andrúmslofti með tilliti til Straums. R stendur fyrir
Reykjanes-, Gfyrir Grindavíkur-, Kfyrir Krísuvíkur-, B fyrir Brennisteinsfjalla- og H fyrir
Hengilssprungurein. -A sketch map of SW-Iceland showing the processes of geologic and
meteorological nature that can reach such magnitude as to become a potential natural
hazard in the area. The black star locates the plant site at Straumsvík. Blue arrows
indicate the most common directions of severe storms approaching Iceland. Green arrows
show the directions of approaching surges causing coastal flooding. The broken red lines
mark the location ofthe crustal boundaries below the area. Red stippled ftelds indicate the
swarms of roughly parallel NE-trending faults and fissures characterising the suiface
tectonics. These are: R = Reykjanes-, G = Grindavík-, K = Krísuvík-, B = Brennisteinsfjöll,
and H = Hengill fissure swarms. Black arrows show the directions of spreading and the
drift ofthe N-American- and the Eurasian crustal plates. Red stars and surrounding circles
indicate epicentres of earthquakes and spreading of seismic waves. Red arrows show the
approaching lava flow hazards from eruptions witliin the Krísuvík fissure swarm.
264