Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 23
2. mynd. Hugmynd af grunnvatnsrennsli til Straumsvíkur frá 1976. Vatnsmiklir grunn-
vatnsstraumar renna eftir sprungusveimum niður í hraunfyllta lœgð upp af Straumsvík, þar
sem grunnvatnið fellur í vœnu fjörufljóti út ísjó. - Groundwaterflow to Straumsvík. Fissure
swarms direct the groundwater currents towards a lava-filled depression southeast of
Straumsvík, where the groundwater is concentrated in a strong current. (Freysteinn
Sigurðsson 1976.)
nálægt Kaldárbotnum. Á Sveifluhálsi og
Lönguhlíð er úrkoman líklega komin upp í
um 2.000 mm á ári en fer líklega í um eða yfir
3.000 mm á ári á Kistufelli og Bláfjöllum
(Markús Á. Einarsson 1990, Freysteinn
Sigurðsson 1976). Þessari úrkomu sam-
svarar afrennsli sem nemur 30-1001/s á km2
að ársmeðaltali, líklega 55-70 1/s á km2 að
meðaltali fyrir svæðið. Ætla má að
vatnasviðið sé 150-200 krn2 þegar ráðið er í
líkleg mörk þess eftir jarðgerð og vatnafari,
líklega þó nær neðri mörkunum. Miðað við
það nemur heildarafrennsli til Straumsvíkur
8-14 m3/s. Reynl hefur verið að meta
útrennslið við Straumsvík, eða öllu heldur í
Hraunavík alla, milli Hvaleyrarhöfða og
nessins vestan Straumsvrkur. Útrennsli á
fjöru fer vaxandi frá Hvaleyrarhöfða til
álversins, úr 0,1 1/s í um I 1/s á hvern metra
fjöru. Á þessu bili falla líklega um eða yfir 2
m3/s til sjávar. Mikið vatn vellur undan
álverinu, liklega I m3/s eða jafnvel mun
meira. Reynt hefur verið að meta vatns-
megin fjöruánna í Straumsvík, en það er
torvelt með nákvæmni því fjöruvötnin
breyta sér í sífellu, eftir því sem á útfallið
líður, og eru að auki stundum ofan jarðar og
stundum neðan. Með þeim fyrirvörum var
giskað á að útrennsli næmi 3-10 m3/s að
meðaltali. Útrennsli til Hraunavíkur er þá 6-
15 m3/s, eða svipað og samkvæmt af-
rennslismati. Meðaltalsgildi væri nærri 10
m3/s. Þetta er í góðu samræmi við niður-
stöður líkanreikninga (10-11 m3/s) (Vatna-
skil 1991). Má því hafa þetta gildi fyrir satt,
þar til annað reynist sannara. Af þessu vatni
falla væntanlega um eða yfir 5 m3/s til
Straumsvíkur sjálfrar.
181