Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 126
MÖRK FÓLKVANGSINS ERU:
að vestan: íþrótta- og útivistarsvæði Knattspyrnufélagsins Hauka; að norðan: Stekkur
og framtíðaríbúðarbyggð; að austan: austurhlíð Ásfjalls; og að sunnan: Grísanes.
EfTIRFARANDI REGLUR GILDA UM FÓLKVANGINN:
1. Gangandi fólki er frjáls umferð um svæðið enda virði það almennar umgengnisreglur
og varist að skerða gróður og valda óþarfa truflun á dýralífi.
2. Umferð ökutækja innan svæðisins er aðeins heimil á akvegum.
3. Svæðið skal skipulagt til almennrar útivistar.
4. Oheimilt er að beita búpeningi innan fólkvangsins.
5. Lausaganga hunda er bönnuð í fólkvanginum.
6. Losun alls sorps og úrgangs er bönnuð innan fólkvangsins.
7. Losun mengandi efna á vatnasviði Ástjarnar er óheimil. Settar verði sérstakar reglur
um áburðarnotkun hjá gróðrarstöðinni.
8. Meðferð skotvopna er óheimil á svæðinu.
9. Mannvirkjagerð skal vera í samræmi við staðfest aðalskipulag. Önnur mnnvirkjagerð
er háð leyfi Náttúruverndarráðs.
10. Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar fer með stjóm og eftirlit með fólkvanginum.
11. Til undanþágu frá reglum þessum þarf leyfi umhverfisnefndar Hafnarfjarðar og
Náttúruverndarráðs.
Reglur og mörk svæðisins eru birt hér að
ofan, sbr. auglýsingu um stofnun fólkvangs
við Ástjöm og Ásfjall (Stj.tíð. B, nr. 658/1996).
Með stofnun fólkvangs við Ástjörn og
Ásfjall umhverfis friðlandið hefur vernd
Ástjarnarkvosarinnar og vatnasviðs tjarnar-
innar verið tryggð. En e.t.v. ekki alveg, því
það eru fyrst og fremst bæjarbúar og aðrir
gestir svæðisins sem geta tryggt verndun
þessarar náttúruperlu með góðri umgengni
og virðingu fyrir náttúru hennar. Til þess að
upplýsa gesti verndarsvæðisins lét
náttúruverndarnefnd Hafnarfjarðar útbúa
fræðslubækling um Ástjarnarsvæðið og var
honum m.a. dreift inn á öll heimili í
Hafnarfirði. Einnig voru sett upp fjögur
fræðsluskilti á svæðinu og lýsa þau ýmist
vistkerfi og lífríki í tjörninni, gróðri á
svæðinu eða sögu svæðisins og á skilti
næst Haukasvæðinu er að finna afstöð-
umynd og umgengnisreglur.
■ LOKAORÐ
Vötn og vatnsföll eru nú á tímum talin til
mikilvægustu auðlinda hvers lands. Nýting
þeirra er margvísleg og oft vilja stundar-
hagsmunir rekast á framtíðarmarkmið.
Verndun þessara miklu auðlinda er eitt af
okkar brýnustu náttúruverndarmálum. En
skynsamleg verndun og nýting vatnanna er
hins vegar undir því komin lágmarksþekking
á þeim sé fyrir hendi.
Árið 1973 var gefin út norræn skrá yfir
votlendi þar sem vakin var athygli á þýð-
ingu tiltekinna svæða og var íslenski hlutinn
unninn af vinnuhópi á vegum Náttúru-
verndarráðs, Landverndar og náttúruvernd-
arsamtaka einstakra landshluta. Vinnuhóp-
urinn leitaði lil sérfróðra manna um einstök
svæði og málefni eftir því sem nauðsynlegt
þótti. íslenskur útdráttur fylgir þessari
skýrslu og þar segir m.a. (Den nordiske
arbejdsgruppe vedrprende beskyttelse af
váde fugleomráder (wetlands) 1973):
„Votlendi eru hér skilgreind samkvæmt
alþjóðasamkomulagi, ergert varíRamsarí
íran í janúar 1971. Samkvœmt þessari
skilgreiningu er átt við þœr landgerðir sem
í daglegu tali kallast votlendi, þ.e.a.s. allar
mýrar, flóa, fen og flœðiengi, en auk þess
stöðuvötn, ár, sjávarlón, sjávarfitjar, fjörur,
eyjar og sker og grunnsœvi allt út á 6 metra
284