Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 97

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 97
Lífríki í tjörnum VIð Straumsvík AGNAR INGÓLFSSON / hraunbollum við Straumsvík og næsta nágrenni eru nokkrar tjarnir og eru þessar helstar: Brunntjörn, tvœr ónefndar tjarnir suður af Straumsvík og Lón við Lónakot. að sem umfram allt einkennir tjarnirnar við Straumsvík og nágrenni er sérkennilegt samspil fersks vatns og sjávar. Mikið ferskt vatn rennur um hraunið til sjávar, þar sem það sprettur víða fram í fjörunni. Sjór á aftur á móti greiðan aðgang inn í hið gljúpa hraun. Þessi jarðsjór liggur að mestu undir ferska vatninu, þar eð sjórinn er eðlisþyngri. Jarðsjórinn hnígur og fellur í takt við sjávarföll í sjónum, og ferska vatnið sem flýtur ofaná lækkar þá og hækkar einnig. í tjörnum þessum gætir því sjávarfalla þótt ekki sé beinn samgangur ofanjarðar milli þeirra og sjávar. Þar sem svo háttar til við tjarnir að skil jarðsjávar og fersks vatns eru skörp og liggja svo djúpt að þau ná aldrei upp í botn þeirra, er vatn tjarnanna alveg Agnar Ingólfsson (f. 1937) lauk B.S.-prófi í dýra- fræði frá Aberdeen-háskóla 1961 og doktorspr'ófi í fuglavistfræði frá University of Michigan 1967. Hann starfaði sfðan sem lektor við University of Massachusetts í 3 ár, en varð dósent í dýrafræði við Háskóla íslands 1971 og prófessor í vistfræði 1973. Fyrstu árin eftir heimkomuna vann Agnar aðallega við rannsóknir á máfum, en síðustu rúma tvo áratugi hefur aðalviðfangsefni hans verið vistfræði strandsvæða. ferskt þótt yfirborð þeirra hnígi og rísi í takt við sjávarföll. Þar sem skilin eru ekki mjög skörp (þ.e. þar sem sjór og ferskt vatn blandast að nokkru) eða þar sem þau liggja ekki mjög djúpt getur einhver sjávarselta læðst upp í tjarnirnar þannig að þær verði ísaltar. Brunntjörn er suðvestur af Straumi, fast norðan við Keflavíkurveginn (vegurinn hefur raunar verið lagður yfir syðsta hluta tjarnarinnar). Þessari tjöm var fyrir nokkrum áratugum gefið nafnið Urtartjörn, þar sem hún virtist nafnlaus, og hefur hún gengið undir því nafni meðal nokkurs hóps manna. Nafnið var dregið af því að fuglaskoðarar veittu því eftirtekt að urtendur héldu sig oft á tjörninni að vetrarlagi. Nú hefur hins vegar komið í ljós að gamalt nafn var til, Brunn- tjörn, og er sjálfsagt að nota það. Vatnið í Brunntjörn er alveg ferskt, en sjávarfalla gætir verulega íhenni (1. og 2. mynd). Tvær ónefndar tjarnir eru beint suður af Straumsvík, rétt sunnan við gamla Kefla- víkurveginn. Vatnið í þessum tjörnum virðist alveg ferskt og það staðfesta leiðni- mælingar, sem nýlega hafa verið gerðar í annarri þeirra (Jóhannes Sturlaugsson o.fl. 1998, nefnd tjörn við Gerði). Sjávarföll eru töluverð. Nokkrir minni pollar eru umhverfis meginljarnirnar tvær, en þeir hafa ekkert verið kannaðir. Tvær megintjarnir, ntjög vogskornar, og nokkrar minni ntynda Lón við Lónakot. Vatnið í þeim er ísalt og sjávarföll nokkur. Náttúrufræðingurinn 67 (3-4), bls. 255-262, 1998. 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.