Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 71
■ HVAÐ ER BARRI?
í steypuskálanum eru fimm framleiðslulínur;
þrjár til barraframleiðslu, ein til kubbafram-
leiðslu og ein fyrir hleifa. Þar eð barrarnir eru
langstærsti hluti framleiðslunnar verður
vinnsluferli þeirra lýst hér á eftir, en fyrst
skulum við aðeins átta okkur á því hvað
barri er. Barri er ferköntuð lengja úr áli, 4-8 m
á lengd og mjög mismunandi að þykkt og
breidd. Þversnið þeirra minnstu er 0,3 x 0,9 m
en þeirra stærstu 0,6 x 2,2 m, og vegur þá 4 m
langur barri meira en 14 tonn. Hjá ISAL eru
steyptar 38 mismunandi stærðir af börrum
og til að auka fjölbreytnina eru framleiddar
56 mismunandi efnablöndur í þessar 38
mótastærðir. Mismunandi efnasamsetning
gefur barranum misinunandi eiginleika og
fer efnablandan eftir því í hvað á að nota
barrann.
■ BLÖNDUN
Fljótandi álið kemur í deiglum, sem taka um 5
tonn hver. Þær eru vigtaðar og tekið úr þeim
sýni, sem sent er til efnagreiningar á rann-
sóknarstofu. Niðurstaða efnagreiningar-
innar ræður því í hvaða framleiðslu álið
hentar. Þegar sýnið liggur fyrir er hellt úr
deiglunni í svokallaðan blandofn. Hver
blandofn tekur 35 tonn, svo það getur þurft
sjö deiglur til að fylla hann. í blandofnum er
einnig bræddur málmur sem sagaður hefur
verið af börrum og er ekki seldur. Þegar
blandofn er fullur er tekið úr honum sýni til
efnagreiningar, og út frá niðurstöðum
hennar reiknar tölva hvaða magni af íblönd-
unarefnum þarf að bæta í álið. Viðskipta-
vinurinn hefur pantað tiltekna efnasam-
setningu og það getur þurft að bæta efnum
eins og járni, kísli, magnesíum eða mangani
út í álið til að ná fram eiginleikum eins og
styrk, seigju og tæringarþoli.
■ GASHREINSUN
Þegar efnasamsetning er rétt, er gjall
hreinsað ofan af álinu og það skafið út áður
en millifærsla hefst, en þá rennur álið úr
2. tnynd. Hellt úr deiglu í blandofn. - Liquid aluminium poured into a mixing furnace.
Ljósm./photo: ISAL.
Náttúrufræðingurinn 67 (3-4), bls. 228-232, 1998.
229