Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 28
Straumsvíkur virðist vera bæði heitara og efnaríkara en meginstraumurinn suðaustan að. Þetta staðfesta hitamælingar úti í Hraun- um; þar hækkar vatnshiti í fjörulindum úr 5- 5'/2°C við Lónakot upp í 8-8'/2°C vestur undir Hraunsnesi en lækkar svo aftur inn til Vatnsleysuvíkur. Þetta, ásamt fleiri ábend- ingum, hefur verið túlkað svo að grunn- vatnsstraumur komi þarna til sjávar ofan frá jarðhitasvæðinu við Trölladyngju (Orku- stofnun og Vatnaskil 1986). Vatnshitinn við Straumsvík mældist um og innan við 4°C en um 3°C uppi í Kaldárseli. Má af þessu ráða nokkuð um hlutdeild fjallavatnsins í út- rennslinu í Straumsvík (5. mynd). ■ GRUNNVATNSAUÐLIND Á flóði stíflast útrennslið uppi og getur þá sjóblandað vatn þrengt sér inn í jarðlögin við ströndina (Haukur Tómasson og Jens Tómasson 1966, Freysteinn Sigurðsson 1976, 1986). Þetta veldur saltblöndun í grunnvatninu og fjörulindunum, yfirleitt því meiri sem útrennslið er minna. Kemur það glöggt fram í fjörulindum austarlega í Hraunavík og út við Lónakot, en svo mikill er flaumurinn í Straumsvík að það finnst ekki á bragði vatnsins, þó að blöndunin komi glöggt fram í efnagreiningum. Saltmengun í vatnsbólum var mikið vandamál víða á Reykjanesskaga áður en farið var að afla neysluvatns inni á skaganum. Ferskt grunn- vatnið í Straumsvík er gríðarmikil auðlind, enda er þar vatnsmesta grunnvatnssvæði í nánd við meiriháttar þéttbýli á landinu. Á vatnasviði Straumsvíkur eru vatnsból Hafn- firðinga í Kaldárbotnum (7. mynd). Þaðan fellur Kaldá skamman spöl, uns hún hverfur í hraunið, en skilar sér svo aftur í útrennslinu í Straumsvík. Vatnsmegin Kaldár er ærið mismikið, enda er hún eins konar yfirfall úr grunnvatninu og rennsli hennar því háð hæð grunnvatnsborðs. Svæði þetta er tengt vatnasviði grunnvatns þess sem fellur til Elliðavatns (Verkfræðistofan Vatnaskil 1991) og býr ekkert þétlbýlissvæði á landinu við slíka auðgi grunnvatns sem höfuðborg- arsvæðið (Freysteinn Sigurðsson og Gutt- ormur Sigbjarnarson 1990), nema Þorláks- höfn, hinum inegin á Reykjanesskaganum (Freysteinn Sigurðsson og Þórólfur H. Hafstað 1995) (6. mynd). Full ástæða er til að hugsa vel um auðlind þessa því í henni geta verið fólgin gífurleg verðmæti (Freysteinn Sigurðsson 1992), ekki síst vegna landslegu Straumsvíkur, hafnaraðstöðu þar og fleiri þátta. Ymsum þykir pottur brotinn í umhyggjunni um auðlindina, því alls konar mengunarbær starfsemi hefur verið sett niður á vatnasviði Straumsvíkur. Þó verður að hafa í huga að hvað grunnvatnsgæðin varðar er minnstur skaði að því að setja slíka starfsemi niður næst sjónum. Þar er hvort eð er mest hætta á saltmengun, ferskvatnslagið þynnst og vandasamast til vatnstöku, og þar væri minnstum hluta heildarvatnsins spillt, sökum nálægðar við útrennslið í sjóinn. Ofar í straumnum spillist allt neðan mengunar- staðar, þ.e.a.s. meira vatn og á mun stærra svæði. Álverið, höfnin og fyrrverandi fisk- eldisstöð norðan við þjóðveg eru ekki sér- lega meinsamlega staðsett, frá þeim sjónar- hóli séð. Raunar hefur íslenska álfélagið látið fylgjast betur með mengunarhættum af völdum álversins en mörg önnur fyrirtæki hérlendis með sinni starfsemi. Það stóð fyrir framangreindri rannsókn á vatnasviðinu 1975, til að hafa nauðsynlega bakgrunns- og yfirlitsþekkingu, og hefur ávallt fylgst vel með ástandi grunnvatns í vatnsbólum sínum. Svona fyrirhyggja og stöðugt eftirlit eru lofsverð, enda iðulega nauðsyn, en víða vantar enn mikið á hvort tveggja, þar á meðal hjá ýmsum sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum. Annað gott dæmi um fyrirhyggju í rannsóknum og framkvæmdum á þessu svæði er nærtækt, en það er rekstur Vatnsveitu Reykjavíkur, sem hefur staðið fyrir margvíslegum rannsóknum á vatna- sviði Elliðaánna. Staðsetning álversins og annarra fyrir- tækja úti við ströndina veldur því lágmarks- spjöllum á vatnasviðinu. Meira orkar tví- mælis með stálbræðsluna, sem eitt sinn var sett niður á svæðinu, loðdýrabú, sem þar voru eða áttu að vera, en þó ekki síst kapp- akstursbraut í Kapelluhrauni og ökuþóra- 186
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.