Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 123

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 123
I ferðabók Eggerts og Bjarna (1975), sem segir frá ferðum þeirra á árunum 1752-1757, kemur fram að sefönd hafi verið á stöðu- vötnum í Gullbringusýslu. Ekki segir hvort um varpfugla sé að ræða eða hvort hún hafi aðeins sést á vötnunum. Fyrr á þessari öld voru flórgoðar mun tíðari varpfuglar á Suðvesturlandi en nú og var m.a. vitað um varp við Silungatjörn og Leirtjörn á Miðdalsheiði og Rauðavatn ofan Reykjavfkur, auk Urriðakotsvatns og Ás- tjamar. Sumarið 1992 var svo komið að á öllu svæðinu frá Laugardal í austri að Hofgarða- tjörn á Snæfellsnesi í vestri var aðeins eftir ein flórgoðabyggð, þ.e. við Ástjörn og Urriðakotsvatn. Elstu heimildir um flórgoðabyggðina við Ástjöm eru lrá 1954 en fyrir þann tíma er ekki vitað til að fuglaskoðarar hafi sótt þangað. Flórgoðar hafa verið árvissir varpfuglar við tjörnina alla tíð síðan (4-6 pör). Elstu heimildir um flórgoða við Urriðakotsvatn eru frá svipuðum tíma og við Ástjörn. Þeir eru óreglulegir varpfuglar við Urriðakots- vatn en stöku pör hafa orpið þar á undanförnum árum. ■ FORNIR VEGIR HJÁ ÁSI Fyrr á öldum lágu margar leiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur og voru það ýmist vegir, götur eða stígar. Sú leið sem mest var farin, og aðallega þegar farið var með hesta, lá úr Hafnarfirði öðru hvorum megin við Hamarinn upp yfir Öldur, þar sem nú er kirkjugarðurinn, framhjá Lækjar- botnum og upp í Kaldársel. Þaðan lá leiðin að Undirhlíðum og síðan ýmist norðan við Undirhlíðar eftir svonefndum Undirhlíða- vegi eða sunnan við Undirhlíðar eftir svo- nefndri Dalaleið. Undirhlíðavegur varaðal- vegurinn milli Krýsuvíkurog Halnarfjarðar og var oftast farinn á sumrin þegar farið var lausríðandi eða með lest. Var þessi leið talin vera um 8 stunda lestargangur. Þegar Undirhlíðavegur var valinn var farinn Ketil- stígur yfir Austurhálsinn yfir í Krýsuvík, en ef Dalaleið var valin var farið með norðurströnd Kleifarvatns að Krýsuvík. Gangandi menn fóru oft um tvo stíga, Stórhöfðastíg og nokkru vestar Hraun- tungustíg, milli Hafnarfjarðar og Krýsu- víkur, svo og ef farið var með fáa hesta að vetrarlagi. Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðar- stöðum, um hlaðið í Ási, og oft gist þar ef menn komu t.d frá Reykjavík. Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls og suður yfir Selhraun að Stórhöfða og þaðan áfram að Fjallinu eina og komið inn á Undirhlíðaveg við Norðlingaháls. Ef menn völdu Hrauntungustíg var farið frá Ási um Skarð vestan Ásfjallsaxlar yfir hraunhaft milli Grísaness og Hamraness og stefnan tekin á Hrútafell, en skammt þar sunnan við er komið inn á Ketilstíg (Ólafur Þorvaldsson 1949). ■ AÐDRAGANDI FRIÐLÝSINGAR Undirbúningur að lriðun Ástjarnar og nágrennis tók langan tíma, og liðu a.m.k. 10 ár frá því að bera tók á hugmyndum um verndun svæðisins þar til friðlýsing í samræmi við náttúruverndarlög (47/1971) var staðfest. Nokkur skriður komst á umræðu um verndun svæðisins í kjölfar bréfs Náttúruverndarráðs (28. sept. 1973) til náttúruverndarnefndar Hafnarfjarðar, þar sem þess var óskað að nefndin beitti sér fyrir friðlýsingu Ástjarnar, en þá þegar var Ástjörn komin á norræna skrá yfir mikilvæg votlendissvæði sem vert þykir að vernda (Oversigt over vigtige váde fugleomráder i Norden). í janúar 1974 var tillaga náttúru- verndarnefndar Hafnarfjarðar lögð fram á lundi Náttúruverndarráðs. Ákvað ráðið að vinna áfram að tillögu nefndarinnar um friðun Ástjarnar og fengu þeir Árni Reynis- son, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs og ráðsmennirnir Finnur Guðmundsson og Eyþór Einarsson það hlutverk að ræða við fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar um málið. í framhaldi af fundi þeirra við bæjarfulltrúana var settur á fót vinnuhópur, skipaður tveimur fulltrúum frá hvorum aðila, til þess 281
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.