Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 123
I ferðabók Eggerts og Bjarna (1975), sem
segir frá ferðum þeirra á árunum 1752-1757,
kemur fram að sefönd hafi verið á stöðu-
vötnum í Gullbringusýslu. Ekki segir hvort
um varpfugla sé að ræða eða hvort hún hafi
aðeins sést á vötnunum.
Fyrr á þessari öld voru flórgoðar mun
tíðari varpfuglar á Suðvesturlandi en nú og
var m.a. vitað um varp við Silungatjörn og
Leirtjörn á Miðdalsheiði og Rauðavatn ofan
Reykjavfkur, auk Urriðakotsvatns og Ás-
tjamar. Sumarið 1992 var svo komið að á öllu
svæðinu frá Laugardal í austri að Hofgarða-
tjörn á Snæfellsnesi í vestri var aðeins eftir
ein flórgoðabyggð, þ.e. við Ástjörn og
Urriðakotsvatn.
Elstu heimildir um flórgoðabyggðina við
Ástjöm eru lrá 1954 en fyrir þann tíma er ekki
vitað til að fuglaskoðarar hafi sótt þangað.
Flórgoðar hafa verið árvissir varpfuglar við
tjörnina alla tíð síðan (4-6 pör). Elstu
heimildir um flórgoða við Urriðakotsvatn
eru frá svipuðum tíma og við Ástjörn. Þeir
eru óreglulegir varpfuglar við Urriðakots-
vatn en stöku pör hafa orpið þar á
undanförnum árum.
■ FORNIR VEGIR HJÁ ÁSI
Fyrr á öldum lágu margar leiðir milli
Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur og voru það
ýmist vegir, götur eða stígar. Sú leið sem
mest var farin, og aðallega þegar farið var
með hesta, lá úr Hafnarfirði öðru hvorum
megin við Hamarinn upp yfir Öldur, þar sem
nú er kirkjugarðurinn, framhjá Lækjar-
botnum og upp í Kaldársel. Þaðan lá leiðin
að Undirhlíðum og síðan ýmist norðan við
Undirhlíðar eftir svonefndum Undirhlíða-
vegi eða sunnan við Undirhlíðar eftir svo-
nefndri Dalaleið. Undirhlíðavegur varaðal-
vegurinn milli Krýsuvíkurog Halnarfjarðar
og var oftast farinn á sumrin þegar farið var
lausríðandi eða með lest. Var þessi leið talin
vera um 8 stunda lestargangur. Þegar
Undirhlíðavegur var valinn var farinn Ketil-
stígur yfir Austurhálsinn yfir í Krýsuvík, en
ef Dalaleið var valin var farið með
norðurströnd Kleifarvatns að Krýsuvík.
Gangandi menn fóru oft um tvo stíga,
Stórhöfðastíg og nokkru vestar Hraun-
tungustíg, milli Hafnarfjarðar og Krýsu-
víkur, svo og ef farið var með fáa hesta að
vetrarlagi.
Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg
var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðar-
stöðum, um hlaðið í Ási, og oft gist þar ef
menn komu t.d frá Reykjavík. Frá Ási var
farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls og
suður yfir Selhraun að Stórhöfða og þaðan
áfram að Fjallinu eina og komið inn á
Undirhlíðaveg við Norðlingaháls. Ef menn
völdu Hrauntungustíg var farið frá Ási um
Skarð vestan Ásfjallsaxlar yfir hraunhaft
milli Grísaness og Hamraness og stefnan
tekin á Hrútafell, en skammt þar sunnan við
er komið inn á Ketilstíg (Ólafur Þorvaldsson
1949).
■ AÐDRAGANDI
FRIÐLÝSINGAR
Undirbúningur að lriðun Ástjarnar og
nágrennis tók langan tíma, og liðu a.m.k. 10
ár frá því að bera tók á hugmyndum um
verndun svæðisins þar til friðlýsing í
samræmi við náttúruverndarlög (47/1971)
var staðfest. Nokkur skriður komst á
umræðu um verndun svæðisins í kjölfar
bréfs Náttúruverndarráðs (28. sept. 1973) til
náttúruverndarnefndar Hafnarfjarðar, þar
sem þess var óskað að nefndin beitti sér
fyrir friðlýsingu Ástjarnar, en þá þegar var
Ástjörn komin á norræna skrá yfir mikilvæg
votlendissvæði sem vert þykir að vernda
(Oversigt over vigtige váde fugleomráder i
Norden). í janúar 1974 var tillaga náttúru-
verndarnefndar Hafnarfjarðar lögð fram á
lundi Náttúruverndarráðs. Ákvað ráðið að
vinna áfram að tillögu nefndarinnar um
friðun Ástjarnar og fengu þeir Árni Reynis-
son, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs
og ráðsmennirnir Finnur Guðmundsson og
Eyþór Einarsson það hlutverk að ræða við
fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar um málið. í
framhaldi af fundi þeirra við bæjarfulltrúana
var settur á fót vinnuhópur, skipaður
tveimur fulltrúum frá hvorum aðila, til þess
281