Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 36
4. mynd. Dvergbleikja úr Straumsvík í maí. Stœrri bleikjan (11,3 sm) er kynþroska fiskur sem enn skartar hluta riðbúningsins, rauðum kvið og hvítum jöðrum kviðugganna. - A dwarf charr from Straumsvik in May. The bigger charr (11.3 cm) has matured previously and is still having some of the spawning colouring left, shown by the reddish colour ventrally and by the white lining ofthe ventral fins. Ljósm./photo: Jóhannes Sturlaugsson. Þegar stærð bleikjunnar er skoðuð með hliðsjón af aldri, kyni og kynþroska, sést að hængarnir verða kynþroska yngri og smærri en hrygnurnar (5. mynd). Hængarnir verða kynþroska tveggja ára og 8-10 sm langir, en einn kynþroska 6 sm langur eins árs hængur fannstþó. Hrygnurnar verða kynþroska 10- 14 sm langar, þriggja ára eða eldri. Þyngd sviljasekkja hjá kynþroska hæng- um, sem hlutfall af líkamsþyngd þeirra, var frá því að vera innan við 0,1 % og upp í 5,4%, en samsvarandi gildi fyrir hrygnurnar voru 6,8-17,4%. Kynjahlutfall bleikjanna var skekkt. Hrygnur voru í minnihluta hjá eins og tveggja ára bleikju (38%), en hjá eldri fiski voru hrygnur í meirihluta (85%). Þetta háa hlutfall hrygna meðal stærstu einstakling- anna skýrist líklega af því að hrygnurnar verða kynþroska stærri en hængamir og að afföll aukast eftir að kynþroska er náð (5. mynd). Því verða hængarnir fyrr á lífsleiðinni fyrir auknum afföllum, sem þýðir að hlutfall hrygna hækkar meðal eldri einstaklinga. Heildartjöldi hrogna hjá kynþroska bleikjum var á bilinu 50-75 hrogn. Hjá ein- stökum bleikjum var munurinn í hrogna- fjölda milli hrognasekkjanna 6-10 hrogn, auk þess sem annar hrognasekkurinn var geldur í einu tilviki. Meðalþvermál hrogna var á bilinu 3,8-5,0 mm. Stærð hrognanna er sambærileg við það sem gerist hjá kyn- þroska hrygnum stórvaxnari bleikjuafbrigða (Gjedrem 1986), sem sýnir að dvergbleikj- urnar mæta lítilli kynþroskastærð með því að framleiða fá hrogn í „fullri“ stærð. Átog fæðugerðir Bleikjurnar á athugunarsvæðunum höfðu í 60-100% tilfella fæðu í rnaga og athugunin 1991 sýndi að 90% bleikjanna höfðu þá einnig fæðu í göm. Þyngd fæðu í maga bleikjanna var frá því að vera innan við 0,1 % og upp í 5,6% af líkamsþyngd þeirra. Hundraðshluti fiska sem vom í æti og magafylli þeirra var mismunandi milli svæðaog jókst hvort tveggja með aukinni stærð (6. mynd). 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.