Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 54
smávöxnu fjörulýs (dýr af ættkvíslinni Jaera; í Straumsvík er það einkum, en þó ekki eingöngu, tegundin J. albifrons), 2-5 mm á lengd. Fjörulýs finnast um allt þangbeltið (3. mynd) og halda sig þar á þanginu. Þær eru stundum í mikilli mergð en engu að síður lítt áberandi vegna þess hversu smáar þær eru og hreyfa sig hægt. Hins vegar er tegundin Idotea granulosa (sem er hin eiginlega þanglús), sem er miklu stórvaxnari, oft um 2 sm á lengd. Hún skríður um í hægðum sínum á þanginu og sést illa vegna þess hversu samlit því hún er. Báðar þessar tegundir eru þörungaætur. Af öðrum algengum dýrum í fjörum Straumsvíkur ber helst að nefna fjörurykmý (Cricotopus variabilis) (3. mynd) og ána (Oligochaeta). Lirfur fjörurykmýsins eru algengar um neðanverðar fjörurnar, og á vissum tímum má sjá mikið af mýinu á sveimi þar. Fjörurykmýið er eina landræna tegundin (þ.e. tegund sem ættuð er af landi eða úr fersku vatni fremur en úr sjó) sem er verulega algeng í fjörum Straumsvíkur, og er svo víða. Dýralíf er fremur fátæklegt á hinum brima- sömu fjörum rétt austan Straumsvíkur. Flestar tegundanna sem eru inni í Straumsvík finnast þó þar í einhverjum mæli. A.m.k. ein tegund sem ekki fannst inni í Straumsvík er allalgeng á þessu svæði, hin svokallaða brimlús (Idotea pelagica) af ættkvísl þanglúsa, enda ein- kennandi fyrir brimasamar fjörur. Dýralíf í fjörum suðvestan Straumsvíkur er mjög svipað því sem er inni í víkinni, eftir því Sem séð verður. Þarna er þó brimlúsin í nokkrum mæli, og kemur ekki á óvart. NÁTTÚRUVERNDARGILDI Þegar fjörur í Straumsvík og nágrenni eru bornar saman við grýttar fjörur annars staðar á Suðvesturlandi verður niðurstaðan sú að víða er lífríkið tegundaríkara en í Straumsvík. Þar vantar ýmsar tegundir sem algengar eru annars staðar, t.d. sagþang. Líklegt er að hið mikla ferskvatnsrennsli ráði þarna miklu um, því margar fjörutegundir þola illa að komast í tæri við ferskt vatn. Fræðilega er mjög áhugavert að kanna áhrif ferska vatnsins á fjörulífríkið og Straumsvík býður upp á kjörin skilyrði til þess. Fjarri fer þó því að kalla megi fjörur í Straumsvík og nágrenni tegundasnauðar. Sjálfar fjörumar em afar fjölbreyttar að gerð og á ferskvatnsrennslið sinn þátt í að auka á fjöl- breytni umhverfisins. Þama em skemmtilegar og vel aðgengilegar fjörur í nágrenni þéttbýlis, þar sem gott er að skoða lífríkið við náttúru- legar aðstæður. Svæðið blasir að auki vel við frá þjóðvegi og vekur áhuga vegfarenda. HEIMILDIR Agnar Ingólfsson 1-977. Distribulion and habitat preferences of some intertidal amphipods in lceland. Acta Naturalia Islandica 25. Agnar Ingólfsson 1990. Rannsóknirá lífríki fjöru umhverfis kerbrotagryfjur í Straumsvík. Líffræðistofnun Háskólans. Fjölrit nr. 27. Hansen, John Richard & Agnar Ingólfsson 1993. Patterns in species composition of rocky shore communities in sub-arctic fjords of east- ern Iceland. Marine Biology 1 17. 469^181. SUMMARY PLANTS AND ANIMALS ON THE INTERTIDAL SEASHORE AT StRAUMSVÍK A short description is given of the intertidal biota at Straumsvik and of adjacent shores, southwestem Iceland. These shores are made of more or less bro- ken lava blocks and can mostly be characterized as Ascophyllum nodosum-shores, due to the promi- nence of the brown seaweed A. nodosum (the knot- ted wrack). The biota is fairly rich, although some species are conspicuously absent. The most likely explanation for this is the abundant fresh water that emerges on the shore and produces conditions that are in sorne respect estuarine. The shores at Straumsvík are ideal for nature watching due to easy access and variety of habitats produced by the irregular lava and the fresh-water ranoff. PÓSTFANC HÖFUNDAR/AuTHOR's ADDRESS Agnar Ingólfsson Líffræðistofnun Háskólans Grensásvegi 12 IS-108Reykjavík agnaring@rhi.hi.is 212
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.