Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 80
0,80
3. mynd. Mánaðarleg meðaltöl vetnisflúoríðs (HF), heildarflúoríðs og brennisteinsdíoxíðs
(reiknað sem brennisteinn, S02-S) á tímabilinu nóvember 1994-desember 1996.
og 1990, sem endurspegluðust í gróður-
sýnunum. Frá 1992 hefur flúoríðstyrkur í
gróðursýnum í nágrenni Straumsvíkur verið
minni og var lægstur 1996.
Þó ber þess að gæta að fyrstu árin voru
notaðar aðrar efnagreiningaraðferðir en nú.
Gerðar voru samanburðarathuganir á
þessum greiningaraðferðum og reyndist
munur milli aðferðanna lítill og óháðurflúor-
íðinnihaldi sýnisins.
Nú má spyrja hvort einhver skaði hafi
hlotist af flúoríðmengun frá álverinu í
Straumsvík. Erfitt er að fullyrða um slíkt.
Hvergi hefur verið hægt að benda á
skemmdir á grasi eða blöðum lauftrjáa. Öðru
máli gegnir um barrtré. Deilt hefur verið um
hvort skemmdir sem sést hafa á barri hafi
verið af völdum ilúoríðs eða af öðrum
orsökum. Oft er erfitt að skera úr um slíkt.
Jafnvel má búast við samverkandi áhrifum og
einnig að tré sem á í vök að veijast, t.d. vegna
særoks, þoli flúoríðmengun verr en tré sem vex
við góð skilyrði.
Stundum mældust allhá og jafnvel há
flúoríðgildi í kindabeinum, enda stóðu
kindur stundum á beit við vegg álversins.
Jafnvel sáust ummerki um flúoríðskemmdir á
tönnum og kjálkum (gaddur), sem gætu
valdið beinu afurðatjóni (sjá t.d. Parity Fluo-
rine Commission, Report Fall 1989, Results
of the Fluorine Investigation).
Sumarið 1971 vorugerðarmargargreiningar
á flúoríði í einstökum plöntutegundum í
nágrenni álversins, en niðurstöður þeirra hafa
ekki verið birtar (Hörður Þormar, óbirt gögn).
Ekki er talin ástæða til að óttast neyslu
berja af þessu svæði, en talsvert berjaland er
í nágrenni álversins. Ekki hefur mælst neitt
flúoríð í berjasaft og sáralítið í hrati af
þvegnum berjum í þau fáu skipti sem það
hefur verið greint.
■ MÆLINGARÁ F“ og so2
Á HVALEYRARHOLTI
Flúoríð og brennisteinsdíoxíð í andrúmslofti
hafa verið mæld á Hvaleyrarholti við Hafnar-
fjörð. Þar hefur einnig verið mælt svifryk.
Fyrstu mælingarnar fóru fram á vegum Heil-
brigðiseftirlits Hafnarfjarðar árið 1990, en
síðan fóru þær aftur af stað á vegum Holl-
ustuverndar ríkisins í samvinnu við Heil-
brigðiseftirlit Hafnarfjarðar árið 1994. Þessar
mælingar eru unnar með styrk frá iðnað-
arráðuneytinu. Vegna fyrirhugaðrar stækk-
unar álversins var mæliáætlunin útvíkkuð
mjög verulega, þannig að gerðar voru
238