Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 51
2. mynd. Klóþangið (Ascophyllum nodosumj er langalgengasta þangtegundin í fjörum
Straumsvíkur. Á því situr oft mikið af þangskeggi (Polysiphonia lanosaj, en þessi
rauðþörungur vex hvergi nema sem ásæta á klóþangi. - The knotted wrack (Ascophyllum
nodosum) is by far the most abundant alga on the shores of Straumsvík. The red alga
Polysiphonia lanosa grows only as an epiphyte on the knotted wrack, and is often very
common. Ljósm./photo: Agnar Ingólfsson.
niðurávið. Annað þang sem nær sér illa á
strik þar sem klóþang er þétt er skúfaþangið
(Fucus distichus), en af því er nánast ekkert
inni í Straumsvík.
Smávaxnari þörungategundir en þær teg-
undir þangs sem að ofan eru nefndar eru
algengar í fjörum Straumsvíkur, og vaxa þær
tegundir að miklu leyti sem undirgróður
þangsins en stundum sem ásætur á því. Af
undirgróðri er hinn græni steinskúfur (Clado-
phora rupestris) (1. mynd) einna mest
áberandi. Hann vex þó ekki allra efst í fjörunni
og nokkru minna er af honum neðst en um
miðbikið. Steinskúfur vex jafnan sem
undirgróður klóþangsins, sem heldur honum
rökum þegar lágsjávað er. Ef klóþang er fjar-
lægt þornar steinskúi'urinn upp á skömmum
tíma og drepst. Annar algengur þörungur
undir þanginu er skorpuþörungurinn Hilden-
brandia rubra (1. mynd). Hann myndar
dökkrauða skán sem liggur svo þétt að
grjótinu að engu er líkara en liturinn staíl frá
því. Af öðrum undirgróðri er helst að nefna
sjávarkræðu (Mastocarpus stellatus) og
„maríusvuntu" (Ulvaria obscura og fleirl
tegundir), en þessir þörungar vaxa eingöngu
neðst í fjörunni. Af ásætum, þ.e. þörungum
sem vaxa á öðrum þörungum, einkum þangi, er
talsvert af hinu rauðleita þangskeggi (Poly-
siphonia lanosa) (1. mynd). Af ókunnum
ástæðum vex þangskeggið aðeins á klóþangi
(2. mynd). Þótt vandfýsið sé virðist það ekki
bera annað úr býtum en þokkalegan setstað,
en trúlega getur það reynst klóþanginu erfitt
þegar svo mikið er af skegginu að það hylur
þangið nær alveg. í Straumsvík er fjarri því að
svo mikið sé af því. Hin brúna þangló
(Elachista fucicola) er ekki nærri eins
209