Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 117
GUNNAR ÓLAFSSON OG
GUÐRÍÐUR ÞORVARÐARDÓTTIR
ÁSTJÖRN
Friðland og fólkvangur
stjörn við Hafnarfjörð er í kvos
vestan undir Ásfjalli og er u.þ.b.
4,71 ha að stærð. Bakkar tjarnar-
innar eru raklendir og að norð-
austanverðu er stórt mýrarstykki niður
undan gamla Ásbænum en mýrlendið við
tjörnina er samtals 8,46 ha að stærð. Upp af
votlendinu taka við þurrir grýttir móar sem
eru að gróa upp og hefur trjám verið plantað
í þá norðan og austan megin við tjörnina.
Tvö gömul tún eru norðan tjarnarinnar,
annars vegar við Stekk og hins vegar við Ás
(1. og 2. mynd).
Ástjörn ereinstætt náttúrufyrirbæri sem
á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni
hins nær samfellda þéttbýlis höfuðborgar-
Gunnar Ólafsson (f. 1958) lauk B.Sc.-hon. prófi í
jarðfræði frá Háskóla íslands 1985 og Pli.D.-prófi
í steingervingafræði frá Stokkhólmsháskóla 1991.
Hann vann að ýmsum rannsóknastörfum, kennslu
og heilbrigðiseftirlit frá 1991-1997. Gunnar hefur
tekið þátt í tveim ODP-borleiðöngrum og starfar
nú sem kennari og námsráðgjafi við Verkmennta-
skóla Austurlands í Neskaupstað.
Guðríður Þorvarðardóttir (f. 1952) lauk BS-prófi í
landafræði frá Háskóla íslands 1984 og meistara-
prófi í umhverfisfræði frá háskólanum í Waterloo,
Ontario í Kanada 1989. Guðríður hefur starfað hjá
Náttúruverndarráði, síðar Náttúruvernd rfkisins
frá 1990. Hún hefur einnig starfað hjá Scoltish
Natural Heritage (1995-1996) og fyrir Breiða-
fjarðarnefnd frá apríl 1997.
Náttúrufræðingurinn 67 (3^1), bls.275-286, 1998.
svæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis
hana einkennist af mjög auðugu gróður- og
dýralífi. Þar er t.d. að finna eina flórgoða-
varpið á Suðvesturlandi og í tjörninni er
mikið smádýralíf sem er þó lítt rannsakað.
Vegna þessarar sérstöðu var Ástjörn og
svæðið umhverfis hana friðlýst í samræmi
við náttúruverndarlög árið 1978. í desember
1996 var verndarsvæðið stækkað með stofn-
un fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall um-
hverfis friðlandið. Umhverfisnefnd Hafnar-
fjarðar hefur umsjón með friðlandinu og
annast stjórn og eftirlit með fólkvanginum.
(Stjórnartíðindi B, nr. 189/1978 og nr. 658/
1996.)
■ TILURÐ ÁSTJARNAR
Ástjörn á tilveru sína að þakka hrauni sem
hefur lokað fyrir eðlilegt afrennsli vatns úr
dalkvosinni sem tjörnin er í. Ástjörn er því
uppistöðutjörn sem er lokuð af hraunstíflu.
Hið sama á við um Hvaleyrarvatn sem er í
dalkvos rnilli Vatnshlíðar og Selhöfða
sunnan við Ásfjall. Vötn og tjarnir af slíkri
gerð einkennast af því að þau eru oft
vogskorin og tiltölulega næringarrík og ber
Ástjörn af hvað dýralíf og gróður snertir.
Hraunið sem myndar stífluna liggur að
tjörninni vestanverðri. Áður en hraunið
275