Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 51
2. mynd. Klóþangið (Ascophyllum nodosumj er langalgengasta þangtegundin í fjörum Straumsvíkur. Á því situr oft mikið af þangskeggi (Polysiphonia lanosaj, en þessi rauðþörungur vex hvergi nema sem ásæta á klóþangi. - The knotted wrack (Ascophyllum nodosum) is by far the most abundant alga on the shores of Straumsvík. The red alga Polysiphonia lanosa grows only as an epiphyte on the knotted wrack, and is often very common. Ljósm./photo: Agnar Ingólfsson. niðurávið. Annað þang sem nær sér illa á strik þar sem klóþang er þétt er skúfaþangið (Fucus distichus), en af því er nánast ekkert inni í Straumsvík. Smávaxnari þörungategundir en þær teg- undir þangs sem að ofan eru nefndar eru algengar í fjörum Straumsvíkur, og vaxa þær tegundir að miklu leyti sem undirgróður þangsins en stundum sem ásætur á því. Af undirgróðri er hinn græni steinskúfur (Clado- phora rupestris) (1. mynd) einna mest áberandi. Hann vex þó ekki allra efst í fjörunni og nokkru minna er af honum neðst en um miðbikið. Steinskúfur vex jafnan sem undirgróður klóþangsins, sem heldur honum rökum þegar lágsjávað er. Ef klóþang er fjar- lægt þornar steinskúi'urinn upp á skömmum tíma og drepst. Annar algengur þörungur undir þanginu er skorpuþörungurinn Hilden- brandia rubra (1. mynd). Hann myndar dökkrauða skán sem liggur svo þétt að grjótinu að engu er líkara en liturinn staíl frá því. Af öðrum undirgróðri er helst að nefna sjávarkræðu (Mastocarpus stellatus) og „maríusvuntu" (Ulvaria obscura og fleirl tegundir), en þessir þörungar vaxa eingöngu neðst í fjörunni. Af ásætum, þ.e. þörungum sem vaxa á öðrum þörungum, einkum þangi, er talsvert af hinu rauðleita þangskeggi (Poly- siphonia lanosa) (1. mynd). Af ókunnum ástæðum vex þangskeggið aðeins á klóþangi (2. mynd). Þótt vandfýsið sé virðist það ekki bera annað úr býtum en þokkalegan setstað, en trúlega getur það reynst klóþanginu erfitt þegar svo mikið er af skegginu að það hylur þangið nær alveg. í Straumsvík er fjarri því að svo mikið sé af því. Hin brúna þangló (Elachista fucicola) er ekki nærri eins 209
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.