Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 46
að ræða safn bylgna, svo myndin verður flóknari en hér er lýst. Þannig verður mesti og minnsti straumur á N-Atlantshafi um IV2 stundu eftir fallaskipti við land og er svo einnig a.m.k. í hafinu við Island að vestan- verðu. SJÁVARFÖLL í N-ATLANTS- HAFI OG VIÐ I'SLAND í Atlantshafi berst flóðbylgjan úr suðri frá hafsvæðinu umhverfis Suðurskautslandið. Hraði hennar er fall af þyngdarkrafti og dýpi. Er norðar dregur í Atlantshafi myndast nokkur sjávarfallakerfi, hvert með sínum jafnstöðupunkti, m.a. eitt sunnan Græn- lands og annað milli Islands og Færeyja, auk margra minni kerfa, l.d. í hafinu norðan Islands og í Norðursjó. Jafnstöðupunktur milli Suður-Noregs og Jótlands (Kattegat) hefur þannig t.d. þau áhrif að sjávar- fallabylgjur berast Iftt utan úr hafi inn á Eystrasalt. Þar gætir aðeins staðbundinna áhrifa og ber því lítið á sjávarföllum. Við Island kemur sjávarfallabylgjan sunn- an úr hafi, löng og djúp, og rís þá og berst með suðurströndinni og áfram sólarsinnis í kringum landið. Flóð og fjara verða á tveim- ur gagnstæðum stöðum við ströndina á sama tíma. Hæðarmunur flóðs og fjöru er breytilegur eftir landshlutum. Mestur er hann um 4 m á stórstreymi við suður- og vesturströndina þar sem ílóðbylgjan sunnan úr hafí kemur upp að landinu. Minnstur er hæðarmismunurinn við Norður- og Austurland, eða 1-2 metrar, m.a. vegna nálægðar jafnstöðupunkta fyrir norðan land og milli Islands og Færeyja. Þar sem sjávarfallabylgjan hreyfist réttsælis í kringum landið fer aðfallsstraumurinn í sömu átt, eða með landið á hægri hönd, en útfallsstraumurinn í öfuga átt umhverfis landið, eða með Iandið á vinstri hönd. Þessir sjávarfallastraumar styrkja þá eða veikja hinn eiginlega hafstraum við landið, sem í mjög stórum dráttum má segja að fari réttsælis umhverfis það. VERNDUN STRANDAR Faxaflói og Breiðafjörður, með iðandi fjöl- breytileika strandarinnar, skera sig úr hvað sjávarföll við ísland varðar, ásamt nokkrum öðrum stöðum, t.d. út af Stokkseyri. Þessum óvenjulegu aðstæðum á Breiðafirði valda, auk hæðar sjávarfallanna, grunnsævi, fjöldi skerja og eyja, firðir og víkur, þar sent sjávarföllin láta til sín taka í stríðum straumi í lifandi sem dauðri náttúrunni. Sjávarföllum á Breiðalirði er reyndar vel lýst í brag frá því snemma á 18. öld. Er það Straumaskrá, um samfarir tungls og sjávar- falla, eftir Olaf Gunnlaugsson í Svefneyjum, föður Eggerts Olafssonar*. Af dæmum sem hér fylgja er augljóst að mikil reynsla og athyglisgáfa árabátasjómannsins býr að baki, jafnframt því sem ætla má að Ólafur hafi kynnst einhverjum ritum erlendra fræði- manna. í fyrri vísunni sem hér er birt lýsir hann kvartilaskiptum og stórstraumi en kvartilaskiptum og smástraumi íþeirri síðari: Fullu tungli og förnu er nú fylgisamur ævinlega stærsti straumur styrkur hans er þá ónaumur. Ef hálfvaxið er nú tungl, hann er þá smæstur, að hálfskertu eins óhastur, er hann við þá reglu fastur. Hvað varðar Faxaflóa er greinarhöfundum efst í liuga hraunrennsli í sjó fram og sá fjöl- breytileiki sem við það skapast í átökum við iðandi sjávarborðið, 1' lífrfki jafnt sem jarðríki, á útfiri jafnt sem sjávarflóði á land upp. Nátengt sjávarföllunum er ferskvatns- flæðið til sjávar á útfallinu, eða vatnsleysur undan gljúpu hrauninu sem Straumsvík dregur þá nafn sitt af. í Straumsvík og tjörn- um þar í kring gætir taktfastra sveiflna sjávarfalla, en víðar á umræddum slóðum leynast bæði náttúrulegir og grafnir brunnar í gjótum og túnum, og í þeim gætir flóðs og fjöru. Vitund hraunbænda um sjávarföllin 204 *Lúðvík Kristjánsson 1983. Islenskir sjávar- hættir, 3. bindi. Menningarsjóður, Reykjavík.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.