Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 92

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 92
30 Dældir Bungur 11. mynd. Samanburður á fjölda tegunda í dældum og á bungum í 300 m og 2 km fjarlœgð frá álverinu. - Comparison ofnumber ofspecies in sheltered and exposed habitat at 300 m and 2 km distance. um og nokkrum fleiri er því vel lýst hversu mikill munur er á gróðri á aðlægri hlið trjá- bola og kletta og þeirri hlið sem snýr frá ál- verunum. Hjá Murray (1981) kemur l'ram að gróðurskemmdir eru meiri á hæðum en í dældum, þar sem skjól er. Kemur þetta vel heim og saman við niðurstöður frá Straumsvík. UMFJÖLLUN Rétt er að vekja athygli á því að þeim rann- sóknum sem hér er greint frá var aldrei full- lokið vegna anna við önnur verkefni. 1 fyrsta lagi var þetta lagt út sem snið þótt aðeins tækist að ljúka mælingum á endastöðvum þess, og því eru þær nýttar í þessari greinar- gerð. í öðru lagi voru mælireitirnir, átta á hvorum enda með samtals 800 oddum, færri en æskilegt hefði verið. Vegna þess hversu Iítið úrtakið er má gera ráð fyrir að munur sem kemur fram á þeim tegundum sem minnsta þekju hafa sé ekki marktækur. Engu að sfður tel ég brýnt að þessar niðurstöður komi hér fram, enda eru þetta einu rann- sóknimar sem gerðar hafa verið hérlendis við þessar aðstæður. Niðurstöðurnar sýna, eins og raunar mátti gera ráð fyrir, að mosar og fléttur urðu fyrir verulegum áföllum í grennd við álverið á fyrstu 20 árum starfrækslu þess. Einnig er eftirtektarvert að allar lyng- tegundirnar hverfa nema krækilyng. Það heldur ekki aðeins velli heldur nemur land og fyllir að töluverðum hluta upp í eyðurn- ar sem myndast við hnignun grámosans á hraunbungum og hnignun annarra lyng- tegunda í dældum. Gróðurbreytingarnar virðast einkum fólgnar í því að tegundum fækkar verulega (11. mynd). Margar tegundir hverfa en fáar verða yfirsterkari og leggja undir sig landið. Einnig koma inn landnemar í flögum sem myndast þar sem mosinn hefur brunnið. í dældum minnkar heildarfjöldi tegunda úr 28 niður í 20 og aðeins finnst vottur af mörgum þeirra 20 sem eftir eru. A bungum fækkar tegundum úr 24 niður í 7.1 2 km fjarlægð eru 12 tegundir með yfir 1 % þekju, en í 300 m fjarlægð eru þær aðeins 3, enda þekur krækilyngið eitt 70%. A hraun- bungum eru í 2 km fjarlægð 11 tegundir með yfir 1 % þekju, en í 300 m fjarlægð eru þær aðeins 2. Aberandi er hve fækkun tegunda er margfalt meiri á bungum en í dældum þar sem fremur er skjól fyrir loftstraumum frá álverinu. Eftirtekt vekur hversu krækilyng virðist standa sig vel við þessar aðstæður. Þó virðist það verða fyrir töluverðum skemmd- um, sem koma fram í því að á eldri kræki- lyngsplöntum eru dauðir kvistir nokkuð áberandi (6. mynd). Yfirburðir þess virðast fremur stafa af mikilli viðkomu. Landnám þess virðist óheft og mikið er af ung- plöntum, sem virðast dafna vel og sýna engin merki skaða. Þegar plönturnar eldast koma skemmdirnar síðan í ljós. Oft er mikið af berjum á þessu lyngi. Einnig er eftirtektar- vert að í Kapelluhrauni, sem eyðilagt var ineð gjallnámi, nemur krækilyng óðfluga land í gjallsárum alveg upp að Reykjanes- brautinni meðfram álverinu. Þar er mikill fjöldi af ungum krækilyngsplöntum. Fróðlegt verður að fylgjast með því í fram- 250
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.