Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Síða 24

Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Síða 24
18 Þótt jeg hafi nú sýnt þetta clæmi hjer, þá þarf ekki að skilja það svo, að jeg sje að ráða pöntunarfjelögum vorum til að fara svo ört í sakirnar að leggja allan hagn- aðinn í stofnsjóð eða, sem er afleiðing þess, að láta sjer nægja að hafa vörurnar með sama verði og hjá kaup- mönnum, því í fyrsta lagi munu menn yfirleitt iíta allt of mikið á stundarhagnaðinu til þess að slíkt yrði vinsælt; í öðru lagi má búast við því, að trúin á nytsemi stofn- sjóðanna verði ekki undir eins svo sterk, að henni yrði eigi fljótt ofboðið með svo gífurlegri áreynzlu, og í þriðja lagi hefur venjan helgað svo viðskiptin við kaupmennina í augum almennings, að það mundi að eins verða örlítill hluti hans, sem vildi skipta við fjelögin, ef þau veittu ekki beinan og verulegan hagnað jafnótt, stundarhagnað. Jeg skal líka fúslega játa, að almenningur hefur fuíla þörf fyrir þann viðskiptahagnað, sem fjelögin veita, og að fjelagsmenn yfirleitt, sem flestir eru bændur, hafa um fleira að hugsa en safna í sjóði. Þeir þurfa fje til ýmsra um- bóta, sem þeir að vísu láta vera ógjörðar, ef þeir hafa ekk- ert fje til þeirra, en nauðsynlegar geta þær verið eigi að síður, og þótt menn vilji nota eitthvað af ágóðanum til þess að geta lifað betra lífi — ef það fer ekki fram úr hófi — þá er það alls ekki láandi. Hitt er allt annað, að hafa það fyrir fasta reglu, að eyða því meiru sem meira er aflað, og að hugsa ekkert fyrir morgundeg- inum. Það er mín skoðnn, að Dalafjelagið hafi farið mjög hóflega og hyggilega leið í þessu máli, síðan það áttaði sig eptir erfiðleikana 1892. Jeg skal samt játa, að enn æskilegra væri, að það hefði sjeð sjer fært að taka nokkuð lengri skref, því með svona smástígum gangi komumst vjer nokkru seinna til fyrirheitna landsins en æskilegast væri, en í áttina munar þó furðu drjúgt og ekki er held- ur loku fyrir það skotið, að hægt væri að lengja sporið, þegar kringumstæðurnar leyfa. Jeg vil því ráða öllurn pöntunarfjelögum vorum, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit kaupfjelaganna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaganna
https://timarit.is/publication/328

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.