Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Page 26
20
sjer alls ékki fært að breyta Dalafjelaginu fyr en eptir
þessi ákveðnu 10 ár í það, sem mönnum kæmi saman um
að hjeti kaupfjelag, og ef allur þorri stofnfjáreiganda
skyldi svo nota sjer tækifærið og beimta eign sína úr
sjóðnum við lok tíunda ársins, þá væri illa farið og til-
raun sú, sem gjörð hefur verið, yrði þá öldungis þýðingar-
laus. Engan munaði verulega um fjársafnið og það yrði
að eyðslueyri. Jeg vona nú reyndar, að enda þótt þossi
umrædda breyting verði ekki á þessu tíu ára tímabili, að
fjelagsmenn verði farnir að skilja svo vel þýðingu þessa
fyrirtækis, þegar sá tími kemur, og flestum verði þá farið
að þykja svo vænt um inneign sína í sjóðnum, að þeir fari
ekki að nota sjer þetta óhyggilega ákvæði fjelagslaganna,
en þó svo fari — sem jeg vil vona — þá er það ekki
þess dyggð að þakka heldur hyggindum fjelagsmanna
sjálfra.
Mjer virðist lika, að munurinn á pöntunarfjelögum,
sem safna í stofnsjóð og verja því fjársafni á eðlilegan
hátt frá upphafi, og á kaupfjelögum, sem sniðin væru eptir
kringumstæðum vorum, — sem auðvitað yrði að vera —
sje svo lítill, að ekki þuríi að gjöra ráð fyrir breyting-
unni sem stórkostlegri og snöggri stjórnarbyltingu. Það
er nefnilega mín skoðun, að það sje óviðfeldið, mjög tor-
velt og á engan hátt hyggilegt að stofna kaupfjelag þann-
ig, að taka mest eða allt stofnfjeð að láni, og æskilegast
þætti mjer að fá það allt á þann hátt að láta pöntunar-
fjelögin safna því fyrir sig, og um leið snúa þeim í kaup-
fjelög jafnótt og stofnfjeð safnast. Þannig virðist mjer,
að pöntunarfjelögin geti orðið hálfgjörð kaupfjelög, undir
eins og þau byrja að safna sjer stofnfje, en það getur auð-
vitað ekki orðið með þeirri aðferð, sem Dalafjelagið hefur,
að láta fjeð liggja hreyfingarlaust í landsbankanum, heldur
með því að nota það undir eins í þaríir fjelaganna, gjöra
það að veltufje, og það er mjög auðvelt, hvað lítið sem
fjeð er, og jafnframt í alla staði sjálfsagt, því eins og
pöntuuarfjelögin leggja sjer þá skyldu á herðar að ávaxta