Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Qupperneq 42
Fjelagsfræði.
(Að mestu leyti þýtt eptir: Sigurd Ihsen: „Dan moderne Simfundslære").
Fjelagsfræðin, sem vísindagrein, er á Evrópumáli köll-
uð „sósíología11. Hjá oss er þessi kugmynd nær því ó-
þekkt, og alveg óþekkt sem vísindagrein. En orðið fje-
lagsfræði táknar eptir málseðlinu hið sama sem hið útlenda
orð, og hjer er það látið tákna alveg hið sama.
Að vísu er nú orðið fjelagsfræði nákvæm og orðrjett
þýðing á „sósíología11, en í þessu útlenda orði er samt
fólgin sjerstök og dýpri þýðing. E>að táknar ekki einungis
einhverja fræðslu um fjelagsskap eða fjelög, heldur sjer-
staka vísindagrein, sem bezt verður skýrð með því að
kalla hana náttúrusögu þjóðfjelaganna og mannfjelagsins
yfir höfuð. Með öðrum orðum: fjelagsfræðin hljóðar um
mannfjelagið sem náttúruviðburð. Hún er byggð á því, að
mannfjclag eða þjóðfjelag sje ekki — eins og sumir hafa
kaldið — einungis ávöxtur af mannasetningum, eintóm í-
þrótt, heldur náttúrubundin lífsmyndun, er fylgi ákveðnum
þróunarlögmálum.
Þrjú aðalskilyrði eru fyrir því, að fjelagsfræðin sem
vísindagrein verði til. Fyrst og fremst verða menn að
hafa tileinkað sjer og skilið huggripið fjelag eða samfjelag;
en svo einfalt og sjálfsagt sem þetta sýnist vera, þá eru
þó ekki lítil vandkvæði einmitt á því. Flestir skoða mann-
kynið sem sundurlaust hrat af einstaklingum, en ekki sem
samfelda lífsheild, en að koma auga á þetta er einmitt
annað aðalskilyrðið. Hið þriðja er það, að menn sjái og
sannfærist um, að þessi náttúrumyndun verði rannsökuð og
skilin, að lögmái þau, er hún hlýðir, verði fundin á sama
hátt og náttúruvísindin hafa fundið hin þekktu náttúru-