Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Qupperneq 44
38
raunar mörgum hleypidómum úr vegi, en hún lagði þó að-
aláherzluna á hin svo kölluðu yíirnáttúrlegu fræði; þess
vegna gátu monn ekki fundið hin eðlilegu rök fjelags-
myndunarinnar.
Fjelagsheimspeki 18. aldarinnar lagði mesta áherzlu á
hinn svo kallaða náttúrurjett; á honum byggði Eousseau
kenningu sína um hinu fjelagslega samning (social con-
tract). Hann leit svo á, að þjóðfjelagið væri að álíta sem
samning milluin einstaklinganna. Kenningar hans voru
raunar eðlileg mótmæli gegn þeirra tíma áþján, andlegri
og stjórnlegri; þær voru krafa skynseminnar til ríkisins
um meira rjettlæti, um umbætur á hinnm mörgu og blóð-
ugu misfellum þeirra tíma. Þeir, sem fylgdu kenningum
Kousseau’s, sáu vel, að þá verandi ríkis- og rjettarfars-
reglur gátu ekki samrýmzt heilbrigðri skynsemi; rjettlætis-
tilfinning þeirra reis öndverð gegn þeim, og svo byggðu
þeir heiisteypt kerfi af reglum, sem þeir álitu byggðar á
rjett skildu manneðlinu. Þeir hjeldu fram rjetti einstakl-
ingsins gegn ríkinu. Kröfur sínar byggðu þeir á því, er
þeir kölluðu náttúrlegan mann eða mannsnáttúru. Hugð-
ust þeir þar hafa fundið óbilandi grundvöll til að byggja
á, því þeir efuðust ekki um, að hinn „náttúrlegi maður“
væri á öllutn stöðum og öllum tímum alveg eins. Dýrkun
einstaklingsins liggur eins og rauður þráður gegn um allt
kenningakerfi Eousseau’s. Einstaklingurinn er í augum
hans hið náttúrlega, fjelagið eða ríkið íþróttarleg manna-
setning og óheilla aíieiðing af fjötrandi samningum ein-
staklinganna. Þessi átrúnaður á manncðlið sem óbifan-
legan og óbrcytilegan grundvöll, jafnframt þeirri skoðun,
að ríkið eða mannfjelagið væri ekkert annað en vjel, gjörð
af mannahöndum, sem taka mætti sundur ögn fyrir ögn,
og setja aptur saman eptir nýjum og betri reglum, þetta
hvorttveggja var rót og orsök binnar miklu stjórnarbylt-
ingar á Frakklandi og hinna fjelagslegu umbóta-tilrauna,
er stóðu í sainbandi við hana. Nú trúa menn því ekki
lengur, að uppruni fjelagsins eigi rót sína í einstaklingunum