Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Page 45
39;
eða samningi millum þeirra; nú líta menn svo á, að fjelag
sje frumleg náttúrunauðsyn. Yísindin hafa kennt oss þetta.
E>au sýna, að hversu langt sem vjer lítum til baka, hafa
mennirnir aldrei lifað sem einbúar, heldur í smærri eða
stærri fjelagsskap; þau sýna, að fjelag er náttúrleg tilorðn-
ing, sem ætíð gengur á undan sjálfsmeðvitund einstakl-
inganna og kröfum þeirra um einstaklingsrjett, er ekki
koma í Ijós fyr en á hærri þroskastigum mannlífsins.
Pað var einkum þrennt, sem undirstaða núverandi
fjelagsfræði er byggð af: í fyrsta lagi náttúruheimspeki
þessarar aldar, er skapaði huggripið samfjelag eða þjóð-
fjelag, og gaf því ákveðna þýðingu; í öðru lagi hin nýrri
náttúrurannsókn, sem hvervetna leitar að frumlegum og
skiljanlegum lögmálum, og í þriðja lagi hin þrotlausa starf-
semi innan endimarka sjervísindanna, svo sem sögu, mann-
fræði, líffræði o. s. frv. Allar þessar fræðigreinir hafa
lagt tii efnið, er með þurfti til þess að byggja upp hina
yngstu vísindagrein, fjelagsfræðina.
Það var hinn franski heimspekingur Auguste Comte,
sem fyrir rúmlega hálfri öld hratt af stað þeim breyting-
um og nýmyndunum í heimspeki og lífsskoðun, er gátu af
sjer hina núverandi fjelagsfræði. Það er því nauðsynlegt
að líta yfir og kynna sjer meginþættina í kenningakerfi
Comte’s.
Eins og sjerhvert nýtt kenningakerfi skiptist það í
tvær aðaldeildir: niðurbrjótandi og endurreisandi. Hið nið-
urbrjótandi starf var einkum fólgið í því að útrýma gjör-
samlega úr vísindunum öllum yfirnáttúrlegum dulspekis-
fræðum (Metafysik) um uppruna og tilgang alheimsins, því
allar tilraunir til þess væru fánýtar og árangursiausar
fyrir vísindin eða hina reynslulegu þekkingu mannsins;
upphaf og endir væri hvorttveggja jafnhulið og óskiljan-
legt, hvorttveggja lægi utan við takmörk mannlegs skiln-
ings og rannsóknar, og á því yrði ekkert byggt með vís-
indalegri vissu Einungis það, sem er í miðið — vorar
eigin staðreyndir væru eign vor og meðfærilegar til rann-