Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Page 58
I
62
ritun, bókmenntasögu og bókmenntarannsókn (Kritik). Á-
hrif þessi koma ljóslega fram í ritum margra bókmenta-
skörunga, svo sem bjá Taine og Georg Brandes; og enginn
söguritari eða bókmenntarýnir nú á dögum lýsir nokkrum
pólitiskum skörungi eða bókmennta-snillingi sem sjerstæðri
eða sjálfstæðri veru, sambandslausri við þá þjóðfjelags-
beild, sem framleiddi hann, bafði ábrif á hann, og jafn-
framt var starfsvið bans og verkefni. Jafnvel á sjálf
fagurfræðin og listirnar bafa hinar nýju fjelagsskoðanir og
hugsjónir haft mjög mikil áhrif. Um ekkert efni er skáid-
unurn nú á tímum svo tíðrætt, jafnt í sjónleikjum, sögum
og ljóðum, sem um sainbönd, mótsagnir, meinsemdir og
galla fjelagslífsins eða mannlífsins sem heildar, og þó
einkum um samböud einstaklinganna við lífsheildina, venj-
urnar og skipulagið, með þeirra mörgu mótsögnum og vafa-
spurningum. Fjelagsheildin og hin náttúrlegu lögmál
hennar hafa nú á tímuin nær því sömu þýðingu fyrir ein-
stakliugana sem örlaganornirnar áður höfðu. — Afar vorir
og ömmur þekktu varla skáldsögur, er ritaðar væru til
skýringar eða úrlausnar ráðgátum fjelagslífsins. Á vorum
dögum eru þessar ráðgátur langtíðasta verkefni skáldsagna-
og sjónleikja-höfundanna, og þeir hafa opnað augu manna
fyrir mörgum þeim hlutföllum mannfjelagsins, eráðurvoru
hulin, svo sem eru þeir: Dickens, Yictor Hugo, George
Sand, Björnstjerne Björnson, Hinrik Ibsen, Emile Zola o. fl.
o. fl. Öll þessi skáld, og þó einkum hinn síðast nefndi,
leggja mesta áherzlu á að lýsa mannlífsheildinni, orsaka-
og afleiðinga-samböndum hennar, og sambandi einstaklings-
ins við heildina gegnum skipulag, viðtektir, venjur ogtrú.
í slíkum ritum gætir einstaklingsins æ minna og minna í
hlutfalli við heildina á líkan hátt og hinar einstöku raddir
í tónaskáldskap Wagner’s hverfa inn í hina voldugu sam-
hljóma heildarinnar.
Yjer lifum nú á tímabili fjelagsskaparins og sam-
verknaðarins; ekkert tímabil í sögunni hefur verið jafn-
þrungið af fjelagslegum vafaspurningum, er krefjast úr-