Tímarit kaupfjelaganna - 01.01.1897, Blaðsíða 61
65
var kunnugt um kaupfjelög i öðrum löndum að uokkru ráði.
Og sauuarlega má það vera bæði gleði og hvöt fyrir osskaup-
fjelagsmeuu, að oss skuli hafa horið að sama bruuui og kaup-
fjelagsmenn í öðrum löndum, þrátt fyrir þelvkiugarleysi og
afstöðubægðir á vora hlið.
Eu eigi að síður munu ýmsir kaupfjelagsmenu hjá oss,
hvað þá aðrir, eiga eptir ýmist að opna augun fyrir stefnumiði
kaupfjelagsskaparius, ellegar að fá áhuga og trú á þvi. Jafn-
víst er og það, að kaupfjelög vor þurfa að læra yfrið margt af
góðum kaupfjelögum erlendis. í>ess vegna eru skýrslur og
frjettir frá erlendum kaupfjelögum eitt hið þarfasta, sem rit
þetta getur flutt.
En nú vifl svo óheppilega tfl, að jafnvel kaupfjelögiu, sein
stofuað hafa þetta rit, hafa ekki enn þá sent mjer neinar af
þeim skýrslum, sem jeg óskaði eptir, og þvi síður hin fjelögin,
að einu undanteknu. Það verður þess vegna af skornum
skamti, sem þetta hepti tímaritsins færir lesendum sínum af
þess konar. A hinn bóginn skortir mig tíma og tækifæri til
að afla mjer nægilegra skýrslna um erlend kaupfjelög. Jeg
hef útvegað mjer 2 kaupfjelagsblöð, nfl. „Maanedsblad for
Danmarks Brugsforeninger“, gefið út af sambandsfjelagi danskra
kaupfjelaga, og „Cooperativ News“, sem gefið er út af sam-
bandi kaupfjelaganna ensku. Af því jeg les ekki ensku sjálfur,
hef jeg mestmegnis notað „Maanedsbl.11; enda er nokkurn veg-
inn eins mikið á því að græða af því, sem takandi er upp í
þetta rit. að svo stöddu.
I. Um kaupfjelög og önnur sainvinnufjelög í útlöndum.
1. Kaupfjelögin í Danmörlcu.
(Tekið eptir dönskum kaupfjelagsritum).
Eyrir aflmörgum árum gekk mikifl hluti danski-a kaupfje-
laga í samband; en síðau klofnaði sambaud þetta í tvennt, eða
varð að tveim sambandsfjelögmn. Náði annað yfir Jótland,
en hitt yfir eyjarnar. Nú fyrir 2 árum (7. des. 1895) komst
sameining á aptur með þessum tveim fjelögum, og gekk sú
samsteypa í fullt gildi 1. jan. 189G. Heitir nú fjelagið „Sam-