Andvari - 01.10.1962, Side 7
KRISTJÁN ELDJÁRN:
Fjallabýli í Þjórsárdal
i
Snemma sumars 1939 kom ég í fyrsta
sinn í Þjórsárdal. I fyrsta sinn bar mér þá
fyrir augu hina hvítflikróttu vikursanda,
sem voru svo ólíkir öllu, sem ég átti að
venjast í heimahögum mínum á Norður-
landi, enda voru þetta í rauninni allra
fyrstu kynni mín af Suðurlandi. Ég var
þarna í fylgd með norrænum fornleifa-
fræðingum, sem komnir voru til þess að
gera víðtækar rannsóknir í rústum þeirra
eyðibæja, sem mikið er af á þessum slóð-
um.
Ekki gleymi ég þessum fyrsta degi í
hinu nýstárlega umhverfi. Ólafur heitinn
Bergsson á Skriðufelli hafði tekið að sér
að fylgja okkur um Þjórsárdal á hestum,
fara með okkur eins konar kynnisför, sýna
okkur rústastaðina og greina nöfn þeirra.
Hann var þá maður allmjög við aldur, en
þó hinn ernasti, mér fannst hann forn-
mannslegur, alskeggjaður og svipmikill,
hvatlegur í hreyfingum. Hann hafði þann
hátt á sem fylgdarmaður, að hann reið
yfirleitt á undan og fór greitt, talaði ekki
meira við okkur en nauðsynlegt var, en
þegar hann kom á nýjan rústastað, snar-
aðist hann af baki og beið okkar, sagði
stuttlega nafnið á staðnum, hinkraði við
meðan grúskararnir voru að seðja hráð-
ustu forvitnina, en sveiflaði sér svo fyrir-
varalaust á bak og þeysti af stað í átt til
næstu rústa, en við komum svo í humátt
á eftir. Við komum á alla meiri háttar
rústastaði í Þjórsárdal. Var þetta allstremb-
inn dagur, og man ég það að ég vorkenndi
hestunum að hlaupa í lausum vikrinum.
Hitt man ég þó ekki síður, hve snortnir
menn voru af sérkennileik dalsins og
þeirra náttúrumynda, sem fyrir augun
bar, og þeirri tilhugsun, að í þessari sveit
hafði endur fyrir löngu verið mikil byggð,
þar sem nú var auðn og tóm; þetta minnti
á sinn hátt á Grænlandsbyggðir hinar
fornu, þótt ólíku væri saman að jafna um
landslag og náttúrufar.
2
Margar ferðir hef ég farið inn í Þjórsár-
dal þau rúmlega tuttugu ár sem síðan eru
liðin, og margir eru þeir aðrir, sem síðan
hafa lagt þangað leið sína. Þetta sumar,
1939, voru grafnar úr jörðu þarna í daln-
um merkilegar fornar bæjarrústir, og urðu
þessar rannsóknir til þess að Þjórsárdalur
komst mjög á dagskrá, en lengi hafði hann
að vísu verið nafntogaður fyrir einkenni-
lega og hrífandi náttúrufegurð. Frægast-
ur þcirra fornbæja, sem upp voru grafnir
1939, er Stöng, og má sá bær heita frægur
bæði að fornu og nýju, að fornu vegna
þess að þar á að hafa búið í fornöld kapp-
inn Gaukur Trandilsson, að nýju vegna
þess að þar eru nú til sýnis skýrastar og
skilmerkilegastar híbýlatóftir fornar, bæj-
arrústirnar í Stöng, sem hafa varðveitzt
svo vel undir vikurdyngjum, að þess eru
engin dæmi hér á Norðurlöndum um
jafnforna bvggingu. Það vantar að vísu
mikið, þegar stoðir, þök og allan innan-