Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 7

Andvari - 01.10.1962, Page 7
KRISTJÁN ELDJÁRN: Fjallabýli í Þjórsárdal i Snemma sumars 1939 kom ég í fyrsta sinn í Þjórsárdal. I fyrsta sinn bar mér þá fyrir augu hina hvítflikróttu vikursanda, sem voru svo ólíkir öllu, sem ég átti að venjast í heimahögum mínum á Norður- landi, enda voru þetta í rauninni allra fyrstu kynni mín af Suðurlandi. Ég var þarna í fylgd með norrænum fornleifa- fræðingum, sem komnir voru til þess að gera víðtækar rannsóknir í rústum þeirra eyðibæja, sem mikið er af á þessum slóð- um. Ekki gleymi ég þessum fyrsta degi í hinu nýstárlega umhverfi. Ólafur heitinn Bergsson á Skriðufelli hafði tekið að sér að fylgja okkur um Þjórsárdal á hestum, fara með okkur eins konar kynnisför, sýna okkur rústastaðina og greina nöfn þeirra. Hann var þá maður allmjög við aldur, en þó hinn ernasti, mér fannst hann forn- mannslegur, alskeggjaður og svipmikill, hvatlegur í hreyfingum. Hann hafði þann hátt á sem fylgdarmaður, að hann reið yfirleitt á undan og fór greitt, talaði ekki meira við okkur en nauðsynlegt var, en þegar hann kom á nýjan rústastað, snar- aðist hann af baki og beið okkar, sagði stuttlega nafnið á staðnum, hinkraði við meðan grúskararnir voru að seðja hráð- ustu forvitnina, en sveiflaði sér svo fyrir- varalaust á bak og þeysti af stað í átt til næstu rústa, en við komum svo í humátt á eftir. Við komum á alla meiri háttar rústastaði í Þjórsárdal. Var þetta allstremb- inn dagur, og man ég það að ég vorkenndi hestunum að hlaupa í lausum vikrinum. Hitt man ég þó ekki síður, hve snortnir menn voru af sérkennileik dalsins og þeirra náttúrumynda, sem fyrir augun bar, og þeirri tilhugsun, að í þessari sveit hafði endur fyrir löngu verið mikil byggð, þar sem nú var auðn og tóm; þetta minnti á sinn hátt á Grænlandsbyggðir hinar fornu, þótt ólíku væri saman að jafna um landslag og náttúrufar. 2 Margar ferðir hef ég farið inn í Þjórsár- dal þau rúmlega tuttugu ár sem síðan eru liðin, og margir eru þeir aðrir, sem síðan hafa lagt þangað leið sína. Þetta sumar, 1939, voru grafnar úr jörðu þarna í daln- um merkilegar fornar bæjarrústir, og urðu þessar rannsóknir til þess að Þjórsárdalur komst mjög á dagskrá, en lengi hafði hann að vísu verið nafntogaður fyrir einkenni- lega og hrífandi náttúrufegurð. Frægast- ur þcirra fornbæja, sem upp voru grafnir 1939, er Stöng, og má sá bær heita frægur bæði að fornu og nýju, að fornu vegna þess að þar á að hafa búið í fornöld kapp- inn Gaukur Trandilsson, að nýju vegna þess að þar eru nú til sýnis skýrastar og skilmerkilegastar híbýlatóftir fornar, bæj- arrústirnar í Stöng, sem hafa varðveitzt svo vel undir vikurdyngjum, að þess eru engin dæmi hér á Norðurlöndum um jafnforna bvggingu. Það vantar að vísu mikið, þegar stoðir, þök og allan innan-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.