Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 16

Andvari - 01.10.1962, Side 16
254 KRISTJÁN HLDJÁRN ANDVAIÍl armaður og lét Grctti vinna að því vcrki. Grettir var atgangsmikill að drepa járnið, cn nennti misjafnt, segir sagan. Hér er ekki ætlunin að fjölyrða frekar um rauðablástur almennt, en eitt er það við þá iðju, að hún lætur eftir sig mikil og varanleg merki og raunar auðþekkt. Það er gjallið, sem myndast við blástur- inn, rauðagjalliÖ. Slíkar járngjörðarminj- ar finnast víða um land, og það kemur æ betur í ljós, sem raunar liggur í hlutar- ins eðli, að járn hefur alls staðar verið gert þar sem saman fór hráefnið, rauðinn, og skógur til kolagjörðar. A öllum bæjum í Þjórsárdal hefur verið stundaður rauða- hlástur, meðal annars á bænum í Gjá- skógum, þar sáum við stein, sem notaður Iiefur verið til þcss að lýja járn á, víða fundust gjallstykki og storka, sem virtist vera hálfbráðinn rauði með viðarkolum innan í, og á einum stað fundum við hrúgu af mýrarrauÖa, sem sýnilega hefur verið búið að hreinsa en ekki bræða. Og það undarlega er, að rauðahrúga þessi var undir einum húsveggnum í bænum, bær- inn hefur verið byggður ofan á hana. Þetta gaf tilefni til heilabrota, og við fór- um að skyggnast eftir því, hvort einhver mannabyggð hefði veriÖ á staðnum áður en bærinn var reistur. Þá kom í ljós, að undir stofugólfi voru leifar af litlu húsi, scm þar hefur staðið áður en farið var að byggja bæinn. Það hús er svo smátt, að ckki má það bæjarhús kalla, en vel mætti hugsa sér að það væri skáli, sem menn hafa reist sér til skjóls, er þeir dvöldust um stundarsakir á staðnum einhvcrra hluta vegna. 6 Nú má draga dæmi saman að þeirri niðurstöðu, sem ekki getur kallazt ólíkleg. Byggðin í Gjáskógum kann að hafa hafizt á þann hátt, að menn hafi verið gerðir út frá bæjum neÖar í dalnum til þess að blása rauÖa þarna inn frá, þar sem skil- yrði voru góð til kolagjörðar og rauöa- vinnslu. Litla húsið hefur verið viðlegu- kofi þcirra. Síðan gerist það, að einhverj- um hefur fundizt landkostir staðarins svo rniklir að þar mætti reisa bæ og hefja bú- skap. Hann sezt þarna að og byggir bæ á gamla kofastæðinu, og þá verða ýmsar minjar rauðablástursins undir húsunum. Sambærileg dæmi eru mörg úr byggÖar- sögu landsins. Bæir eru byggðir á þeim stöðvum, sem áður var sumaratvinna á, og nægir að minna á öll selin, sem síÖan hafa orðið fastir mannabústaÖir. Slíkt hefur alveg eins getað gerzt þótt sumar- atvinnan væri önnur, til dæmis rauÖa- blástur. En hvert sem vera kann upphaf bæjar- ins í Gjáskógum, er það víst, að saga hans varð ekki löng. Þess eru engin merki að bærinn hafi verið byggður nema einu sinni. Mér þykir líklegt, að hér hafi aldrei búið nema einn bóndi, sá sem felldi þá ást til þessa staðar, að hann kaus að eiga þar heima. Það hefur verið sumarfrítt í Gjá- skógum, en líklega harðbýlt, þegar á reyndi. Þetta er fjallajörð, bæjarstæðið er 300 metra yfir sjó og 100 metrum hærra cn Stöng. Þegar sá, sem landnámsbugann hafði, var allur, hefur enginn orÖið til þess að halda áfram búskap á fjallabýlinu hans. Og tóftir bæjarins voru búnar að standa lengi opnar, þegar öskufalliÖ milda dundi yfir Þjórsárdal árið 1104. „Ljósið er dautt, sem í bænum brann, bóndinn gleymdur, sem reisti hann, langt, langt uppi á heiði," segir skáldið, og þetta á vissulega við um bóndann og bæinn í Gjá- skógum, en minjarnar um bæ hans og bú- skap bera honum vitni og verða mörgum öldum síðar heimild um lítinn þátt í sögu lands og byggðar. Og lýkur hér þessari frásögn, sem mót- aÖist eftir ferð mína og félaga minna í Þjórsárdal nokkra sólríka daga haustið 1960.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.