Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 30

Andvari - 01.10.1962, Side 30
268 KRISTJÁN BERSI ÓLAFSSON ANDVARI aðnjótandi, svo vitað sé. Milli stórvax- inna landvætta og trölla hefur verið djúp- tækur eðlismunur, en hvoru tveggja voru fjallabúar, og því eðlilegt, að sá munur yrði stundum lítill í reynd, einkum eftir kristnitöku, þegar dýrkun heiðinna vætta varð forneskja og helgi þeirra bliknaði, svo að leifar einar urðu eftir.8) Nafnið landvættir hefur greinilega verið allvíðtækt að fornu máli og trúlega verið haft um allar yfirnáttúrulegar verur, tengdar landinu og náttúru landsins. Vel má vera, að það hafi jafnvel verið haft um álfa, en þó munu þeir vera upphaf- lega nokkuð annars eðlis en eiginlegar landvættir. Landvættir hafa verið taldar búa í fjöllum og klettum og einstökum stcinum, jafnvel í hólum og hæðum. Yfirleitt cru þær í mannsmynd, en hitt er sjaldnar sem þær koma Ijóslifandi fram í dagsljósið, heldur hafa þær verið ósýni- legar, en nálægð þeirra samt fundizt hvar sem var. I Ieill manna og búsæld var undir þeim komin að verulegu leyti, og þeim, sem komst í ósátt við þær, var ekki vært, nema hann þá hefði annan sterkari bak- hjarl til mótvægis. Landvættir hafa vcrið dýrkaðar með fórnum. 1 þá átt bendir kafli úr predikun í Hauksbók: „Sumar konur eru svo vit- lausar og blindar um þurft sína að þær taka mat sinn og færa á hreysar út eða undir hella og signa landvættum og eta síðan til þess að landvættir skuli þeim hollar vera og þær eiga bú betra en áður." Þessi predikun er að vísu lögð heilög- um Agústínusi í munn, en trúlega er þessi kafli hennar viðbót eða umsamning þýðanda eða skrifara og sniðinn eftir nor- rænum aðstæðum. Llr hinu er verra að skera, hvort kaflinn sé saminn á íslandi eða í Noregi. Freistandi er þó að halda, að áminningin hafi verið jafnréttmæt í háðum löndunum. Ilér er mat fórnað, og sama er upjii á teningnum, þegar litið er á þá einu frásögn í Landnámu, sem talar beint um fórngjafir. Þar segir um Þorstein rauð- nef: „Þorsteinn rauðnefur var hlótmaður mikill. Hann blótaði fossinn, og skvldi bera leifar allar á fossinn. Hann var og framsýnn mjög. Þorsteinn lét telja sauði sína úr rétt tuttugu hundruð, en þá hljóp alla réttina þaðan af. Því var sauðurinn svo margur, að hann sá á haustum, hverir feigir voru, og lét þá skera. En ið síðasta haust, er hann lifði, þá mælti hann í sauðarétt: „Skerið þér nú sauði þá, er þér vilið. Feigur em eg nú eða allur sauðurinn ellegar, nema bæði sé.“ En þá nótt, er hann andaðist, rak sauði alla í fossinn." Landvættanna hefur orðið vart hæði sem heildar og einstakra vætta. Orðið hef- ur verið notað bæði um fjölskylduverur og einstæðinga. Bilið milli þessara tveggia flokka hcfur heldur ekki verið óbrúan- legt og í eitt skipti er hægt að merkja greinilegan flutning milli flokkanna. í Kristni sögu er ármaður Koðráns á Gfljá einsamall, en í Þorvalds þætti hefur hann eignazt fjölskyldu, konu og börn, og minnir að því leyti talsvert á huldufólk síðari tíma. Þessi breyting er í samræmi við þá þróun, sem einkennir íslenzka þjóðtrú og lýsa mætti þannig í stórum dráttum, að vættir, sem voru smærri í sniðum, tengdar einstökum bæjum og nutu fyrst og frernst einkadýrkúnar, renna saman við álfana, sem þær eiga rnargt sameiginlegt með og verða nær eingöngu félagsverur, en hinar stærri landvættir, sem heilar sveitir hafa dýrkað, nálgast tröllin æ meir og halda oftast cinlífinu áfram. Landvættatrú Islendinga hefur að sjálfsögðu verið mjög blönduð. Jörðina hyggðu verur af ýmsu tagi, sumar voru blótaðar, en ekki verður séð, að aðrar hafi notið néinnar dýrkunar, — þær voru cin-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.