Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 37

Andvari - 01.10.1962, Page 37
KRISTJÁN ALBERTSSON: Bréf Verðandi-manna til Hannesar Hafsteins Fjórir íslenzkir stúdentar í Kaupmanna- höfn, Bertel E. Ó. Þorleifsson, Einar Hjörleifsson, Gestur Pálsson og Hannes Hafstein, senclu vorið 1882 ritið Verðandi heim til íslands, dálítið safn af sögum og Ijóðum, og þótti allmikill viðburður. Þá voru erfið ár á íslandi, harðindi mikil, deyfð og óhugur í fólkinu; þjóð sem hafði sér fátt annað til afþreyingar en lestur og kveðskap munaði um minna en að eignast allt í einu fjögur ný skáld, og með þeim nýja stefnu í bókmenntum — og alla þá eftirvænting, sem ævinlega er bundin við ung skáld, sem eitthvað hafa frumlegt og kjarngott til brunns að bera. I einu þeirra bréfa, sem hér fara á eftir, kemur fram, að Verðandi-menn hafa hugsað sér að framhald yrði á útgáfu ritsins. En af því gat ekki orðið. Verðandi seldist dræmt, þrátt fyrir allt umtalið um ungu skáldin; og hópur þeirra sundraðist. Bréf þau, sem hér birtast, til Hannesar Hafsteins frá hinum félögunum þremur, varpa nokkru ljósi á skapgerð og háttu þessara ólíku manna, ævikjör þeirra og örlög, og jafnframt á íslenzkt ástand á þeirra tímum. Rétt hefur þótt að láta nokkrar skýringar fylgja bréfunum. 1. Gestur Pálsson. Gestur Pálsson er þeirra elztur, fæddur 1852. Hann flyzt til Reykjavíkur haustið 1882, eftir sjö námsár ytra; hefur lagt stund á guðfræði, en ekkert orðið af prófi. Einar Hjörleifsson Kvaran, vinur hans, lýsti hon- um svo á stúdentsárum hans: „Áfengis- nautnin var hans mikla freisdng . . . þegar hann var orðinn nokkuð til muna ölvaður, var eins og hann umhverfðist og yrði allur annar maður. Hann var þá oft ófyrirleitinn og áleitinn, jafnvel við góða vini sína, og örðugt að vera með honum, eða hafa nokk- urn hemil á honum." Skáldið Gestur Pálsson átti ríka samúð með gölluðu, breysku eða hamingjulitlu fólki, en jafnframt var ofarlega í eðli hans hroki, mannfyrirlitning og illska; og tilhneigingin til að sparka í aðra menn, af litlu eða engu tilefni, varð fylgja hans, ekki aðeins við skál á stúdentsárum, heldur líka stundum með penna ritstjórans í hönd. Hann stendur á þrítugu þegar hann kemur heim til íslands, á þá aðeins tæp níu ár ólifað, og þau verða hans blómaskeið. Á þessum árum skrifar hann nær allar sínar sögur, fyrirlestra og blaðagreinar, nálega allt sem skipar honum á bekk með fremstu endur- reisnarmönnum íslenzkra bókmennta. En á bréfum hans sést að áreitni og miskunnar- leysi ritstjórans hefur gert honum lífið örð- ugra, og ófegurra, en hollt var viðkvæmum manni, og af þeim sökum orðið minna úr skáldlcgum störfum cn annars liefði verið líklegt. Á nýári 1883 gerist hann ritstjóri að nýju blaði, Suðra, sem á að koma út hálfs- mánaðarlega, en stundum kemur sjaldnar. Eigendur eru Einar Þórðarson prentsmiðju- eigandi og Kristján Ó. Þorgrímsson bóksali. Einar hefur gefið út Skidd, og Jón Ólafs- son verið ritstjóri, en blaðið er nú í andar- slitrunum. Frá nýári gerist Jón ritstjóri Þjóðólfs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.