Andvari - 01.10.1962, Side 51
Bertél E. Ó. Þorleifsson.
stofnað lngólf, sem keppir við eldra félagið
Framtíðina. Jón Þorkelsson, síðar landskjala-
vörður, virðist vera að brjótast til valda í
Ingólfi. — Merkilegt er að Einari Hjörleifs-
syni hefur fyrstum manna, svo ungum,
dottið í hug að semja leikrit um Galdra-
Loft. Ekki er kunnugt að hann hafi byrjað
á því verki. Seinna er Hannes Hafstein að
glíma við sömu leikrits-hugmynd, en brennir
það sem hann hafði lokið við af verki sínu,
þegar Jóhann Sigurjónsson hafði samið sjón-
leik sinn Galdra-Loft.
Reykjavík 15. d. septemb. 1880.
Góði vinur.
Þökk fyrir tilskrifið með póstskipinu, þó
að það forresten ekki væri þakkarvert, af
því að það var skratti stutt og innihalds-
lítið. Svo sem þú sér af fyrstu línunni
hætti eg með öllu við að lesa heima í
vetur, heldur las undir examen — ef lestur
skyldi kalla heima, og sköndlaðist svo í
haust upp í 6. bekk.
Einar Hjörleifsson Kvaran.
Eg er eigingjarn maður, eins og þú sjálf-
ur veizt, og vildi því gjarnan hafa nokk-
urt talsvert gagn af bréfaviðskiptum við
þig. Eg hef skrifazt á við nokkra í Höfn
áður, en það hefur slitnað upp úr því,
af því að þeir hafa verið svo ónýtir corres-
pondentar, að það hefur ekki svarað
kostnaði, að eyða tíma í að skrifast á við
þá. Sérstaklega vildi eg biðja þig um
eitt. Þú veizt, að eg vildi helzt lesa
Æsthetik, þegar eg losna héðan; eg finn
að ef eg ætti nokkursstaðar heima, þá
væri það þar; eg finn og betur og betur,
að í prestaskólann hef eg ekkert að gjöra,
og eg hef hvorki heilsu né upplag til að
vera læknir. Eg gjöri nú eiginlega ekki
ráð fyrir, að eg geti siglt að sumri, og
ef svo skyldi fara, þá hef eg helzt í
hyggju að hætta með öllu. Eg veit að
professorslaust er við háskólann í Æsthe-
tik; en viltu nú gjöra svo vel, að komast
eftir því fyrir mig, hvort eg mundi samt
19