Andvari - 01.10.1962, Page 58
296
KRISTJÁN ALBERTSSON
ANDVARI
taka það fram, að minnast ekki á þetta
við aðra.
Þennan hálfsmánaðartíma, sem jeg var
laus við Lögberg í fyrravetur, þegar Jón
Ólafsson var einn um ritstjórnina, byrj-
aði jeg á sögu, sem átti að verða beil bók.
Jeg var búinn að skrifa svo sem eina
Iðunnar-örk. Það held jeg, mjer hafi tek-
izt skást með af því sem jeg bef reynt
við, og mjer þótti fyrir að verða að hætta.
Jeg bef ekki getað snert á henni síðan.
Fáein smákvæði hef jeg ort, og hef jeg
sent einstöku af þeim til Sunnanfara.
Mig langar til að bafa tómstundir til að
pródúsjera ofurlítið meira í þá áttina,
en það gengur örðugt hjer í stritinu og
skömmunum.
Fær maður ekki bráðum að sjá frá þjer
ljóðabók? Og má jeg eiga von á að þú
sendir mjer aptur línu, þegar þú kemst
til þess. Þakka þjer aptur margsinnis fyrir
kvæðin. Fyrirgefðu rispið, og líði þjer og
þínum ávallt svo sem bezt fær óskað þinn
einlægur vin
Stúdentafélag Reykjavíkur hafði auglýst
að það mundi veita þúsund króna verðlaun
fyrir leikrit, í samkeppni sem öllum var
heimilt að taka þátt í. En aldrei mun hafa
komið á daginn hvort félaginu bárust nein
handrit; verðlaunin voru aldrei veitt.
Ekki verður í það ráðið af hréfi Einars
hver sú saga sé, sem hann segist hafa
byrjað að skrifa. En honum finnst sér hafa
tekizt upp, og því er ólíklegt að hann hafi
ekki fullgert söguna síðar. Ef svo hefur
verið, virðist líklegt að hér hafi verið um að
ræða upphafið á Litla-Hvammi — sem
hann fullsemur 1897.
Ilann varð að halda út „fátæktarinnar
útlegð frá ættjörðinni" í fram undir ára-
tug. Þá er það Björn Jónsson sem skrifar
honum, gerir honum tilboð urn að koma
heim og verða meðritstjóri ísafoldar. Einar
Iljörleifsson tekur því boði feginshendi, og
kemur alkominn til íslands vorið 1895.
Ekki er kunnugt að varðveitzt hafi nein
af bréfum Hannesar Elafsteins til hinna
Verðandi-mannarma, né fleiri bréf frá þeim
til hans en hér eru prentuð.
Einar I Ijörleifsson.