Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 64

Andvari - 01.10.1962, Qupperneq 64
STEFÁN VAGNSSON: Hrossadrápið á Hörgárdalsheiði 1870 Eins og mörgum mun kunnugt, er SilfrastaSaafréttur upprekstrarland Blönd- hlíðinga, og hafa þeir um langan aldur rekiS þangað sauðfé sitt og stóS, til sumar- heitar. Afréttur þessi lá undir jörðina Silfrastaði til ársins 1897, en þá seldi Steingrímur Jónsson, eigandi Silfrastaða, Akrahreppi afréttinn, fyrir 2500 krón- ur, sem þótti allhátt verð á þeim árum. Hreppurinn seldi svo jarðeigcndum, innan sveitarinnar, í eitt skipti fyrir öll, upprekstur þangað og má nú svo heita, aS allar jarðir hreppsins, fyrir utan Norðurá, eigi nú frían upprekstur þangað. Ekki er afréttur þessi stór, fyrir jafn- mikinn búpening, sem þar er um að ræða, og lítill á móts við flæmi suður- heiðanna, enda hefir hann oftast ofsetinn veriS, ekki sízt af hrossum, sem jafnan hafa veriS fjölda mörg í Blönduhlíð. Að byggð nær afrétturinn að norðan að Oxnadal og Hörgárdal, og aS Norður- árdal að vestan. Búandinn á Fremri- Kotum stóð á móti hrossunum, að þau færu ekki niður í sveitina, en engin varzla var að norðan, og gekk svo um langt skeið, en um aldamót sömdu Blöndhlíðingar við ábúendur Flögusels í Hörgárdal og Bakkasels í Oxnadal, að þeir stæðu á móti hrossunum, og þeim greidd varzlan úr sveitarsjóði Akrahrepps, og áttu þeir svo um það við sveitunga sína, að friðþægja fyrir ef hrossin fóru þeim til skaða. En svo fór að vörzlu- gjaldið hækkaði ár frá ári og eftir 1920 var það orÖið svo hátt, að Blöndhlíðingar sáu þann kost vænstan að girða á merkj- um fyrir hrossin og er svo enn í dag. Á Öxnadalsheiði er hrossaland bezt á flóanum fyrir norðan Grjótá og Kall- baksdal, og í Hörgárdalstungum og flóan- um norðan Víkingsdals á Hörgárdals- heiði. Á þessi svæði safnaðist einmitt mikið af hrossum, og er sá hagi var upp urinn sóttu hrossin mjög í haga og engjar á efstu bæjum í þessum dölum, og þóttust búendur þar oft verða fyrir ærnum ágangi af afréttarpeningi Skagfirðinga, því á þeim árum tóku þeir ekki hross sín af fjöllunum fyrr en í þriðju göng- um, eða í októberbyrjun. Oft vildi það til, að hross BlöndhlíÖinga heimtust seint, og jafnvel um kennt, að Óxndælir væru ekki yfirtaksfúsir að greiða fyrir þeim að haustinu, og gætu gjarnan unnt Skagfirðingum hóflegrar fyrirhafnar við að ná þcirn saman að haustinu. Flestir sem fara þjóÖleiðina til Akureyrar um Öxnadalsheiði, kannast við Grjótá, sem er nyrzt á heiðinni á sýslumörkum. Flún fellur eftir samnefndum dal, sem skerst þar norður í fjöllin. Efst uppi skiptist dalurinn í tvö drög; liggur annaÖ í svo- nefndan Víkingsdal sem er nyrzt á IdörgárdalsheiÖi, svo aðeins er stuttur þröskuldur þar á rnilli; er sú leið sæmi- lega greiðfær niður í dalinn, ef farið er með aðgæzlu. Hitt dragið liggur allmikið í vestur og er djúpt. Liggur það niður í svonefnda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.