Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1962, Síða 70

Andvari - 01.10.1962, Síða 70
308 STEFÁN VAGNSSON ANDVARI tjóninu urðu, og var það þó all tilfinnan- legt fyrir surna. Til dæmis fórust 8 hross frá Víðivöllum og heyrt hef ég nefndan bónda, Svein á Minni-Okrum, bláfátæk- an, sem átti 5 hross á fjalli það sumar, og fórust þau öll í skálinni. Eins og nærri má geta voru Skagfirð- ingar síður en svo ánægðir með þessi dómsúrslit. Kenndu það mest síra Arn- ljóti og lögðu á hann þungan hug fyrir að hafa varið svo illt mál, því til voru þeir, sem álitu að Magnús hefði viljandi drepið hrossin og gengið til þess illmennska ein. Töldu þeir það rnikinn ábyrgðarhlut af manni í hans stöðu, að beita sér svo hatramlega fyrir sýknun Magnúsar, því eftir undirdómnum fannst þeim, sem um sýknun væri að ræða fyrir slíkt vélráðaverk. Það sögðu mér gamlir menn í Blönduhlíðinni •— og virtist sem þcir tryðu því fullkomlega, — að aldrei hcfði síra Arnljótur unnið neitt mál eftir þetta, og hestur sá, er hann teymdi í skálina — og átti mikinn þátt í sigri hans í málinu —, hefði stuttu síðar dottið mcð prest á sléttum bökkum frarn með Hörgá og fótbrotnað og hefði orðið að deyða hann þar. Ekki hef ég getað aflað mér neinna sanninda á þessum munn- mælurn, og má vel vera að þau styðjist við eitthvað. Slíkt gat alltaf komið fyrir með hestinn og eins líklegt að prestur, sem þá var kominn um fimmtugt, hafi verið farinn að letjast að eiga í mála- ferlum, en þctta sýnir ljóslega, að heitt hefir Skagfirðingum verið undir niðri út af þessu máli, og jafnframt á hvern hátt þjóðsögur myndast stundum. Nú er aftur til að taka um úrslit máls- ins. Hinir sakfelldu, allir þrír, og í annan stað háyfirvaldið í Norðuramtinu áfrýj- uðu sökinni fyrir yfirrétt og var það tekið fyrir 4. desember sama ár, en vísað heim með yfirréttardómi 18. s. mánaðar eink- um sakir þess „að nálega öll réttarskjölin, sem fram höfðu verið lögð í héraðsrétt- inum og einnig dómstefnuna sjálfa skorti lögboðið og vanalegt vottorð um, að þau hefðu verið framlögð til bókar", segir um þetta í annál 19. aldar. Sjálfsagt hafa þessir formgallar verið lagfærðir og málið enn sent suður, því árið eftir, þ. 15. júlí, er kveðinn upp dóm- ur yfirdómsins í hrossadrápsmálinu og féll hann á þcssa leið: „Hinir ákærðu Jónas Sigurðsson og Jónas Jónasson, eiga fyrir sóknarans ákæru í þessu rnáli sýknir að vera. Ákærði Magnús Magnússon á að borga 100 rd. í sekt til landssjóðsins og þar að auki skaðabætur til réttra eigenda hinna horföllnu hrossa 397 ríkisdali, svo borgar hann þann af málinu löglega leiðandi kostnað þar á meðal laun til sóknara og svaramanna við 'landsyfirréttinn, mála- flutningsmanna Jóns Guðmundssonar og Páls Melsteðs 8 rd. til hvors um sig, að tveim þriðjungum, en einn þriðjungur þessa kostnaðar og þar á meðal laun til svaramanns Jónasar Sigurðssonar og Jónas Jónassonar í héraði, Jóni Olafs- syni í Spónsgerði 6 ríkisdali, borgist úr opinberum sjóði. ídæmd útgjöld ber að greiða innan 8 vikna frá dóms þessa lög- legri birtingu undir aðför að lögum“. Þannig urðu þá úrslit þessa máls og má segja, að yfirdómurinn hafi komizt að harla ólíkri niðurstöðu við það, sem varð í undirrétti. Sekt Magnúsar er aukin úr 20 dölum í 100 og auk þess 397 dalir í skaðabætur, eða rúmlega 15 dalir á hross að meðaltali, sem undirdómurinn minnist ekki á, og allur málskostnaður að tveimur þriðju hlutum. Bú Magnúsar var selt til lúkningar þessu, en litlar urðu bæturnar til Blönd- hlíðinga og það svo, að engu nam hvorki til né frá og má nærri geta, að ekki hafi þeir blíðkazt við það, þó þeim þætti yfir- dómurinn stórum betri en hinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.