Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 84

Andvari - 01.10.1962, Side 84
322 JÓN GÍSLASON ANDVARI hafa aðhyllzt í Gcorg I. 375: aeriae fugere grues.1) Að þessu athuguðu má ætla, að Sveinbjörn hafi í eldri þýðingunni tengt merkingu orðsins ár)()iog við orðið ár)(), þ. e. „loft“, en í yngri þýðingunni við adv. fjpi, ,,árla“. Á bls. 151 eru annars góðar athuga- semdir um aðferð Sveinbjarnar við þýð- inguna. Samt virðist ekki alls kostar heppilega að orði komizt síðast. Praeses segir orðrétt: „Þarf ekki að lesa lengi í þýðingum Sveinbjarnar til þess að sjá, hvaðan honum hafa komið hinar hröðu, stuttstígu setningar, er verða seni stiklur yfir hinar hreiðu frásagnir grtskunnar".2) — Kaflinn, sem praeses hefur valið hér sem dæmi, byrjar t. a. m á setningu, er a. m. k. engan veginn getur talizt stutt- stíg, því að hún spannar hvorki meira né minna en 63 orð, en það er þýðing á aðeins 44 orðum í gríska textanum, (II. III. 1—7, sbr. bls. 149). Á bls. 151 segir praeses ennfremur: „I þýðingu 9. 1. hefur Sveinbjörn gert aðalsetningu úr viðurlaginu (ev ílvjKo) pepaœteg: höfðu þcir á því allmikinn hug o. s. frv.“ — Hér virðist sem praeses hefði átt að taka fram, að tæplega sé um annan kost að velja, þegar verið er að þýða samtengdan lýsingarhátt grískunn- ar, einkunnir, sem hafa umsagnargildi, heldur en að leysa þær upp í sérstakar setningar. En þegar praeses talar um „Stiklur yfir hinar breiðu frásagnir grísk- unnar“, vekur það orðalag ekki alls kostar 1) Í samhengi liljóðar þetta svo, Georg. 1. 373—375 . . . numquam imprudentibus imber / obfuit: aut illum surgentein valli- bus imis / aériae fugere grues: „Aldrei hefur regnið gert mönnum mein að óvör- um: Þegar það er í aðsigi, flýja það annað- hvort hinar báfleigu (hátt fljúgandi) trön- ur í hinum djúpu dölum o. s. frv.“ 2) Leturbreyting mín. rétta hugmynd, því að Mómer beitir ein- mitt lýsingarháttunum til að þjappa frá- sögninni saman. Á bls. 158 kemst praeses svo að orði: „Fróðlegt er að veita því athygli, að spurningarsnið það, er Sveinbjörn notar í þýðingu 239.—42. 1. (og er nýjung þar, því að í eldri þýðingunni hafði hann það ekki), á sér ekki fordæmi í frumtext- anum o. s. frv.“ —• Þó að praeses fari hér að vísu með rétt mál, þá hefði hins vegar verið sjálfsagt að benda á, að Voss notar einnig spurningarfonnið hér í sinni þýð- ingu. Er mjög líklegt, að Sveinbjörn hafi í þessu efni farið að fordæmi hans, (sbr. 11. III. 239—42), enda er vitað, að Svcin- björn hefur þekkt þýðingu þá, er Voss gerði, og hefur víða stuðzt við hana, sbr. ummæli Sveinbjarnar sjálfs, sem praeses vitnar í á bls. 83, neðst. I sambandi við hugleiðingar, sem praeses tilfærir á bls. 159—162 um eink- kunnina cpoaíl^oog, 11. III. 243, orðasam- bandið cpíi.pv gg jtatpíða yaiav, II. IX. 47, og góðar stílfræðilegar athuganir, er hann gerir hér, hefði verið tækifæri til að ræða endurteknar ljóðlínur, heilar eða hálfar í Hómerskviðum, versus iterati. Má ætla, að þær hafi gegnt eigi ósvip- uðu hlutverki og stef í tónlist. Af um 28.000 ljóðlínum samtals í Ilíons- og Odysseifskviðu eru rúmlega 9000 endur- teknar ljóðlínur. Alveg eins og snillingar skapa stöðugt ný verk úr hinum tak- markaða orðaforða hverrar tungu, hafa söguljóðaskáldin cða Ilómer skapað snilldarverkin Ilíons- og Odysseifskviðu úr hinum fastmótuðu orðasamböndum hinnar epísku geymdar. Á sama hátt og snillingum hverrar tungu, t. a. m. Svein- birni Egilssyni, er lagið að láta oss birtast jafnvel hversdagsleg orð í nýju ljósi, þannig mun snilld Hómers eigi sízt hafa verið í því fólgin að leika af slíkri list á hinn takmarkaða tónstiga, sem hin epíska
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.