Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 89

Andvari - 01.10.1962, Page 89
ANDVARI HÓMER OG HÓMERSÞÝÐINGAR 327 orð grískunnar." — Hér get ég ekki stillt mig um að gera þá athugasemd, að mér finnst það skortur á smekkvísi að lýsa ágætum grískrar tungu með jafnhvers- dagslegu orði og „sniðugur" er. — Ann- ars er þetta ágætt dæmi þess, hversu Sveinbjörn hefur í Ijóðaþýðingunni látið hið forna skáldamál teygja sig langt frá orðalagi og einfaldleik frumtextans. Samt tekur út yfir í 15. dæminu, þar sem Svein- björn er að þýða þessi látlausu orð í Od. IX. 490: oí fif rtoojtfaóvTFC eqeooov, sem Sveinbjörn þýðir í óbundið mál: „Létu þeir nú fallast á árar og sóttu róðurinn", en í ljóðaþýðingunni: Reru af ríki rekkar mínir ok á árar fram allir féllust: hristust háir hömlur tognuðu beystu bakföllum borð við skulfu. Allur síðari helmingur vísunnar á sér enga stoð í frumtextanum. Þarna virðist Sveinbjörn hafa fallið í freistni, sem sé þá, að prjóna hér neðan við Hómer, er hinum ýkjukenndu róðrarlýsingum úr fornbókmenntum vorum, sem praeses getur um, skaut upp í huga hans. Á bls. 297 segir praeses: „Bregður Sveinbjörn hér sem oftar upp mynd úr nánasta umhverfi sínu, talar um fiski- gengd eins og útróðrarmaður á Álfta- nesi.“ — Hér mætti samt koma með þá athugasemd, að praeses hefði átt að gera fyllri grein fyrir meðferð Sveinbjarnar á líkingum Hómers, einkum hvernig hon- um. hefur oft tekizt að flvtja heim lík- inganna inn í íslenzkt umhverfi. Hefði jafnvel mátt minna á ritgerð „Líkingar, list og líf í skáldskap I lómers", sem ég skrifaði í „Skírni" 1945. Er ekki þar með sagt, að þessi ritsmíð sé svo sérstak- lega merkileg. En það er ekki svo mikið, sem um þetta efni hefur verið skrifað á íslenzku, að auðvelt hefði verið að halda því til haga. Þegar vér svo að lokum lítum í heild á meginhluta þessa rits, kaflana, sem fjalla um ýmsa einstaka þætti þýðinganna, að því er varðar mál og stíl og samband þeirra við frumtextann, verður Ijóst, að þó að praeses leggi réttan skilning í frum- textann og geri margar góðar athuga- semdir á aðferð Sveinbjarnar í einstökunr atriðum, virðist hann hvergi hafa dregið árangurinn af rannsókn sinni saman í glögga greinargerð um heildarniðurstöðu. Er það bein afleiðing af því, sem áður var tekið fram, að í upphafi skyrti ákveðna og afmarkaða stefnu í rann- sókninni. Þrátt fyrir allar þessar að- finnslur, er óhætt að fullyrða, að rit- gerð þessi sé merkur áfangi í rannsókn Ilómersþýðinga Sveinbjarnar Egilssonar. Með henni verður margt ljósara í vinnu- brögðum Sveinbjarnar. Praeses er ná- kvæmur og rökfastur, skilningur hans á máli og stíl þroskaður. Ber öll þessi rann- sókn fagurt vitni vandvirkni og vamm- leysi góðs fræðimanns. Llóraz segir í skáldskaparfræði sinni (de arte poet. 358. 1.), að takist leirskáldi að segja eitthvað gott tvisvar eða þrisvar, þá hrósi hann því hlæjandi, en hins vegar fyllist hann vandlætingu, þá sjaldan það komi fyrir, að snillingurinn Ilómer dotti. Hér hefur Hóraz orðað hin alkunnu sannindi, að því snjallari, sem menn eru á einhverju sviði, því hærri kröfur eru til þeirra gerðar. Ekki er úr vegi að minnast þessara orða Hórazar hér að lokum. Praeses hefur 'lagt fram mikið rit og vandað. Hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.