Andvari - 01.10.1962, Síða 91
HALLDÓR HALLDÓRSSON:
Ólögleg mannanöfn
i
Einlivern tíma haustiS 1961 las ég um
það í einu dagblaðanna hér í Reykjavík,
að smyglað væri til lmdsins árlega 500
þús. pörum af nælonsokkum. Blaðamað-
urinn, sem fréttina ritaði, hafði að vísu
ekki skýrslur tollayfirvalda um þetta smygl
við að styðjast, en hann virtist vera gagn-
kunnugur sokkanotkun kvenna, og sýnd-
ist mér líkindareikningur hann allur
gerður af skynsemd og hófscmi. Blaða-
maSurinn taldi tvcnnt koma til greina
til þess að bæta úr þessu ófremdarástandi:
aukið eflirlit eða afnám nælonsoikkalag-
anna.
En það eru fleiri lög á íslandi, sem lítt
er um skeytt, en nælonsokkalögin. Ein-
hvers staSar langt niðri á kistubotni leyn-
ast lög, sem nefnast Lög um mannanöfn
nr. 54, 27. júní 1925. Lög þessi hafa að
geyma ýmis strengileg ákvæði um íslenzk
mannanöfn, þ. e. hvaða nöfnum megi
skíra eða hver nöfn megi skrásetja sem
eiginnöfn þeirra, er óskírðir eru. Enn
fremur er þar að finna ákvæði um eftir-
lit með því, að eftir lögunum sé farið,
og meira að segja um sektir fvrir hrot
gegn þeim.
ViS skulurn nú fyrst athuga, hvað lögin
segja um það, hver nöfn séu leyfileg.
Ég rek aðeins ákvæðin um skírnarnöfnin.
Llm ættarnöfnin mun ég ekki fjalla að
])cssu sinni. í fyrstu grein laganna segir,
að hver maður skuli hcita einu íslenzku
nafni eða tveim, í fjórðu grein, að ekki
megi menn bera önnur nöfn en þau, sem
rétt eru að lögum íslenzkrar tungu og í
fimmtu grein, að maður, sem hlotiS hefir
óbjóðlegt, klaufalegt eða erlent nafn,
áður en lögin voru sett, geti hreytt því
meS leyfi konungs.
HvaS fela nú þessi ákvæði í sér? Ótví-
ræðasta ákvæ.Sið er það, að bannað er að
gefa bami fleiri nöfn en tvö. ÁkvæðiS,
að maSur skuli heita einu íslenzku nafni
eða tveim, getur ekki veriS sett af annarri
ástæðu cn þeirri. að löggjafinn hr-fir viliaS
útrýma þeim sið, aS menn hétu fleiri cn
tveimur nöfnum. AS öSrum kosti hcfði
greinin verið orðuð á þá leið. að hver
rnaSur skuli heita einu íslenzku mfni
eða fleirum. Þetta ákvæSi laganna hefir
verið hverhrotiS, eins og ég mun síðar
sýna fram á.
Orðasamböndin „íslenzkt nafn“ og
,.nöfn . .. sem rétt eru að lögum íslenzkrar
tungu“ eru ekki eins ótvíræS. og hefði
vitanlega þurft að gefa út reglugerð, har
sem þau væru skilgreind nánara, en það
hefir ekki verið gert. ÁkvæSi fimmtu
greinar um það, aS menn megi skinta
um „óþjóðlegt, klaufalegt eða erlent nafn"
gefur þó mikla vísbendingu um þaS, til
hvers löggjafinn ætlast. Enn fremur eru
í 6. grein ákr'æði um skrá vfir bönnuð
mannanöfn, en slík skrá cr ókomin enn.
og vík ég bctur að því síðar í þessari
grein.
Ég hefi vitanlega ekki vald til þcss að
úrskurða, hvað löggjafinn á við mcð
fvrrgreindum ákvæSum. En ég hefi revnt
að gera mér grein fyrir, hvcrs konar nöfn