Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1962, Side 94

Andvari - 01.10.1962, Side 94
332 HALLDÓR HALLDÓRSSON ANDVARI Elly, Helen, Helena, íslenzka nafnmyndin er Elín, þótt finna megi dæmi um Helen fyrr á öldum. 1703 báru 207 konur nafnið Elín, en engin hinna nafnmyndanna tíðkaðist þá. Lisbet, Lisebet, Lisibet, IJse, Betty, Betzý, Bessie eru allt afbrigði nafnsins Eltsabet, sem að vísu er ekki rnjög gamalt í málinu. Þó báru það nafn 25 konur 1703, og nú hefir það unnið sér hefð. Engin hinna nafnmyndanna tíðkaðist 1703 nema Lisibet, sem hafði 3 nafnbera. Mary, Marie og ýmis smækk- unarorð nafnsins Maria koma fyrir í skrá dr. Þorsteins. Nafnið Marta er að vísu ungt í íslenzku, kemur t. d. ekki fyrir 1703 — þá hafði Marin 19 nafnbera og Mario 4, en María fer bezt í íslenzku þessara nafna og nýtur mestra vinsælda. Nafnmyndirnar Martea, Mcirtha og Martine hera allar útlenzkulegan svip, cn nafnið Marta, sem einnig hefir komið inn í málið eftir 1703, fellur algerlega að íslenzku málkerfi. Af öðrum erlendum nöfnum, sem eru til þess að gera ung í málinu og illa eða alls ekki samrýmast íslenzku málkerfi, mætti nefna þessi: Annaltus, Árelíus, Clem, Cleon, Clyde, Júníus, Marinus, Roy, Rudy, Tage, Westley, Wolfgang, Woodrow o. s. frv. Meðal kvennanafn- anna eru þessi: Aagot, Alice, Denný, Dolly, Efemta, Ermenga, Gayle, Gerald- ine, Grace, Haydy, Pedólina, Petrón- ella, Sonnie, Tove, Vibeka, Zita, Zoe. Mjög fá þeirra crlendu nafna, sem ég tók á nafnaskrána, koma fyrir í mann- talinu 1703. Ég hefi bent á nokkur kvennanöfn áður, en stöku karlmanns- nafn tók ég einnig með, t. d. Antonius, sem hafði sex austfirzka nafnbera þá, en nú hcfir svo til sigrað í myndinni Anton. Einn hópur ónefna cru nöfn án nefni- fallsendingar. Eri það skal viðurkennt, að þessi hópur cr riokkuð vandmeðfarinn. Ég licfi fylgt þeirri reglu að taka á skrá um ónefni nöfn án nefnifallsendingar, ef þau eru íslenzk að uppruna og hafa við hlið sér samsvarandi nafn með nefni- fallsendingu, og einstaka erlent nafn, sem einnig er til með endingu, hefi ég sett á skrána, en yfirleitt hefi ég farið hér rnjög varlega í sakirnar. Nöfn eins og Gústaf, Hinrik og KonráS hefi ég ekki einu sinni sett á skrá um vafanöfn, hvað þá nafnið Friðrik. Ég get þessa sér- staklega vegna þess, að Hermann Páls- son er mjög grimmur við nöfn af þessu tæi í bók sinni Islenzkum mannanöfnum, sem út kom 1960. Nöfnum án nefni- fallsendingar hefi ég þannig skipt í þrjá hópa. Sum tel ég til ónefna, önnur til vafanafna og hin þriðju tel ég til full- gildra íslenzkra nafna. Flest nöfnin, sem enda á -tnann, t. d. Ármann, Hermann, hcfi ég enga athugasemd gert um, cn þó hefi ég sett nokkur þeirra á vafaskrá, en venjulega af öðrum ástæðum. En hver eru þá þessi endingarlausu nöfn, sem telja verður ólögleg. Af karlmannsnöfn- um mætti nefna Hallfreð, Ríkharð — ég tala nú ekki um, þegar það er skrifað upp á enskan máta —, Sigurberg, Vil- berg. Réttu nafnmyndirnar eru Hall- freSur, RtkharSur, Sigurbergur og Vil- bergur. Meðal kvennanafnanna gætir mest þeirra, sem enda á -frtS, t. d. Hjör- frtS, HólmfrtS, RósfrtS og SigfrtS. Réttu nafnmvndirnar eru HjörfríSur, Hóhn- frítSur, RósfrtSur og SigfriSur eða Sig- ríSur. Stór hópur ónefnanna eru svonefnd bastarSanöfn, en með því orði er átt við nöfn, sem eru gerð af tveimur nafnliðum, öðrum erlendum, en hinum íslenzkum. Llm bastarðanöfnin gegnir svipuðu máli og um endingarlausu nöfnin. Þau verða ekki öll skorin niður við sama trog. Bast- arðanöfnuin má skipa í tvo hópa, eftir því livort erlendi liðurinn er stofn eða viðskeyti. Fyrri tegundin á sér allgamlar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.