Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1962, Page 104

Andvari - 01.10.1962, Page 104
342 ARNÓR SIGURJÓNSSON ANDVARI Finnskatts á fjalli. Hann hélt sig síðan af þvilíkri rausn, sem hann væri konung- ur Fláleygja, og því reyndist auðvelt að telja konungi trú um, að hann stefndi að því að gerast raunverulega konungur norður þar. Haraldur fór því með her norður, kom að Þórólfi óvörum og felldi hann. Reynt var að koma á sáttum milli konungs og þeirra feðga, Kveldúlfs og Skallagríms, og komst svo langt, að Skallagrímur fór með sveit valinna manna á konungsfund upp á Vors. Ekki bauð konungur vígsbætur fyrir Þórólf, heldur bauð hann Skallagrími að gangast undir hirðlög og kvaðst mundu veita honum milda sæmd, ef hann þjónaði sér vel og gætti betur hófs en Þórólfur. Skallagrím- ur svaraði: „Það er kunnugt, hversu miklu Þórólfur var framar en eg er að sér gjör um alla hluti, og bar hann enga gæfu til að þjóna þér konungur. Nú mun eg eigi taka það ráð, —■ því að eg veit, að eg mun eigi gæfu til bera að veita þér þá þjónustu, sem eg mundi vilja og vert væri“. Konungur þagði og setti hann dreyrrauðan. Mun honum hafa skilizt það, að Skallagrímur vildi þá eina þjón- ustu veita honum að drepa hann til hefnda fyrir bróður sinn. Skallagrímur kornst með hjálp vina sinna lifandi af konungsfundi, en eftir það bjuggu þeir Kveldúlfur feðgar för sína til Islands og gátu sér til nokkurrar geðfróunar, áður en þeir leystu landfestar, drepið tvo sonu móðurbróður konungs og tvo hirðmenn, er hann hafði haft til njósna um Þórólf. Kveldúlfur lézt í hafi, en Skallagrímur nam land á Mýrum og bjó að Borg, þar sem hann árum saman grúfði yfir harmi eftir tapaða ættleifð og vini og heift gegn því valdi, er fellt hafði bróður hans og flæmt sjálfan hann frá óðali og ættjörð. Upp úr þessum harmi og þessari heipt óx ný ætt og ný þjóð á íslandi. Skallagrími og konu hans Beru Yngv- arsdóttur fæddust synir tveir, Þórólfur og Egill. Þórólfur var eftirmynd föðurbróður síns, og hans draumar stóðu til frama í konungsþjónustu. Flann fór utan, náði vináttu Eiríks blóðöxar, sonar Haralds konungs, og hélt síðan heim að Borg. Skal nú fylgt frásögn Egilssögu orð- rétt, nema hlaupið er yfir það. er önn- ur efni varðar en þau, sem hér er um rætt: „En er hann kom heim har hann Skallagrími kveðju Eiriks konunzs og færði honum öxi þá, er konungur hafði sent honum. Skallagrímur tók við öxinni, hélt upp og sá á um hríð og ræddi ekki um, festi upp hjá rúmi sínu. Það var um haustið einhvern dag að Borg, að Skallagrímur lét reka heim yxn mjög marga, er hann ætlaði til höggs. Hann lét leiða tvo yxn saman undir húsvegg og leiða á víxl. Hann tók hellustein vcl mikinn og skaut undir hálsana. Síðan gekk hann til með öxinni konungsnaut og hjó yxnina háða senn, svo að höfuðið tók af hvorum tveggja, en öxin hljóp niður í steininn, svo að munnurinn brast úr allur og rifnaði upp í gegnum herð- una. Skallagrímur sá í eggina og ræddi ekki um, gekk síðan inn í eldhús og skaut öxinni upp á hurðása, lá hún bar um veturinn. Um vorið lýsti Þórólfur vfir því, að hann ætlaði utan að fara um sumarið. Skallagrímur latti hann, sagði, að þá var gott heilum vagni heim að aka. . . . Þórólfur sagði: „. . . á eg nauðsynleg erindi til fararinnar, en þá eg kem hér út öðru sinni, mun eg staðfestast“. Skalla- grímur kvað hann ráða mundu, en svo segir mér hugur um, ef við skiljumst nú, sem við munum ekki finnast síðar". En áður Þórólfur fór frá Borg, þá gekk Skallagrímur til og tók öxina ofan af hurðásnum. — Var þá skaftið svart af reyk og öxin ryðgengin. Skallagrímur sá í egg öxinni. Síðan seldi hann Þórólfi öxina. Skallagrímur kvað vísu:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.